Gerður tilkynnti á Instagram síðu sinni að hún og kærasti sinn, Jakob Fannar Hansen, hefðu í dag skrifað undir samning á nýju verslunarhúsnæði. Í samtali við fréttastofu vildi Gerður ekkert gefa upp um staðsetningu nýju verslunarinnar, en sagði að það kæmi líklega í ljós í desember.
Stefnt er að því að nýja verslunin opni á næsta ári.
Opnaði tæplega 900 fermetra verslun fyrir tveimur árum
Rekstur kynlífstækjabúðarinnar Blush hefur gengið afar vel og ljóst að áhugi Íslendinga á hjálpartækjum ástarlífsins fer síst dvínandi. Í júlí 2021 opnaði Gerður glæsilega verslun Blush á Dalvegi í Kópavogi. Verslunin er 860 fermetrar og gífurlega íburðarmikil.
Sjálf er Gerður afkastamikil viðskiptakona og var meðal annars valin markaðsmanneskja ársins á síðasta ári.