„Stolt, þakklát og auðmjúk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2023 20:31 Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður KSÍ í febrúar á næsta ári. vísir/arnar Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira