Skoða hvort þörf sé á fleiri mælum við Þorbjörn Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2023 12:45 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna óbreytta við Þorbjörn. Ekki séu skýr merki um eldgos. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu með lögreglu, almannavörnum og öðrum hagsmunaaðilum vegna stöðunnar við Svartsengi vegna mögulegs eldgoss. Engar stórar breytingar eru frá því í gær. Sérfræðingar skoða nú hvort þörf sé á fleiri GPS eða skjálftamælum. „Við sjáum áframhaldandi landris. Við merktum hröðun frá því á föstudag þegar stóra hrinan var en svo er þetta nokkur jafn hraði“, egir Benedikt G. Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu íslands. Hann segir skjálftana enn mælast á um fimm kílómetra dýpi. „Hún er að dreifast á kannski tvo til fimm kílómetra, bulkið á henni er í kringum fjóra. Þetta er alltaf þessi dreifing en mesta virknin er á þessu dýpi. Það var tiltölulega rólegt miðað við í skjálftamálum en það var að aukast aftur virknin núna í morgun,“ segir Benedikt. Hann segir skjálftana þó ekki stóra og þann stærsta hafa verið í kringum þrjá. Eins og stendur er viðbúnaðarstig á óvissustigi vegna jarðhræringanna. Benedikt segir ekki tilefni til að hækka á hættustig og ekki skýr merki um eldgos eins og stendur. Veðurstofan haldi áfram að fylgjast með stöðunni. „Við getum lítið annað gert en að fylgjast með þessu en erum að meta hvort við bætum við mælitækjum til að covera þetta ennþá betur. Það er það sem við erum að skoða betur. Fleiri GPS mælar, fleiri skjálftamælar. Þetta er það sem við erum að fara yfir. Hver er þörfin og hvort hún er til staðar.“ Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6. nóvember 2023 20:46 Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 6. nóvember 2023 18:12 Varar við því að ala óþarflega á ótta vegna mögulegs eldgoss Formaður Landsbjargar varar við því að ala of á ótta íbúa í Grindavík. Ástandið sé alvarlegt en viðbragðsaðila tilbúna og sérfræðinga fylgjast vel með stöðunni allan sólarhringinn. Skjálftavirkni er stöðug við Þorbjörn og landris sömuleiðis. 6. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Sérfræðingar skoða nú hvort þörf sé á fleiri GPS eða skjálftamælum. „Við sjáum áframhaldandi landris. Við merktum hröðun frá því á föstudag þegar stóra hrinan var en svo er þetta nokkur jafn hraði“, egir Benedikt G. Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu íslands. Hann segir skjálftana enn mælast á um fimm kílómetra dýpi. „Hún er að dreifast á kannski tvo til fimm kílómetra, bulkið á henni er í kringum fjóra. Þetta er alltaf þessi dreifing en mesta virknin er á þessu dýpi. Það var tiltölulega rólegt miðað við í skjálftamálum en það var að aukast aftur virknin núna í morgun,“ segir Benedikt. Hann segir skjálftana þó ekki stóra og þann stærsta hafa verið í kringum þrjá. Eins og stendur er viðbúnaðarstig á óvissustigi vegna jarðhræringanna. Benedikt segir ekki tilefni til að hækka á hættustig og ekki skýr merki um eldgos eins og stendur. Veðurstofan haldi áfram að fylgjast með stöðunni. „Við getum lítið annað gert en að fylgjast með þessu en erum að meta hvort við bætum við mælitækjum til að covera þetta ennþá betur. Það er það sem við erum að skoða betur. Fleiri GPS mælar, fleiri skjálftamælar. Þetta er það sem við erum að fara yfir. Hver er þörfin og hvort hún er til staðar.“
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6. nóvember 2023 20:46 Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 6. nóvember 2023 18:12 Varar við því að ala óþarflega á ótta vegna mögulegs eldgoss Formaður Landsbjargar varar við því að ala of á ótta íbúa í Grindavík. Ástandið sé alvarlegt en viðbragðsaðila tilbúna og sérfræðinga fylgjast vel með stöðunni allan sólarhringinn. Skjálftavirkni er stöðug við Þorbjörn og landris sömuleiðis. 6. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6. nóvember 2023 20:46
Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 6. nóvember 2023 18:12
Varar við því að ala óþarflega á ótta vegna mögulegs eldgoss Formaður Landsbjargar varar við því að ala of á ótta íbúa í Grindavík. Ástandið sé alvarlegt en viðbragðsaðila tilbúna og sérfræðinga fylgjast vel með stöðunni allan sólarhringinn. Skjálftavirkni er stöðug við Þorbjörn og landris sömuleiðis. 6. nóvember 2023 13:01