Hermoso hótað eftir kossinn óumbeðna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 07:30 Jennifer Hermoso hefur verið ein umtalaðasta fótboltakona heims undanfarna mánuði. getty/Jonathan Moscrop Jennifer Hermoso bárust hótanir eftir að Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti hana þegar Spánverjar tóku við heimsmeistarabikarnum. Rubiales var harðlega gagnrýndur fyrir kossinn og sagði loks af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Hann má heldur ekki koma nálægt Hermoso og var auk þess dæmdur í þriggja ára bann af FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu. Hermoso hefur nú tjáð sig um tímann frá kossinum óumbeðna við GQ á Spáni. „Þessar vikur hafa verið mjög erfiðar. Það hefur verið sársaukafullt að segja frá þessu aftur og aftur. En ég verð einhvern veginn að losa mig við þetta,“ sagði Hermoso. „Ég held áfram að vinna í þessu með aðstoð sálfræðingsins míns sem ég hef verið hjá í nokkur ár. Að mínu mati er andleg heilsa jafn mikilvæg og daglegar æfingar og svefn til að ég geti spilað. Þökk sé sálfræðingnum finnst mér ég vera sterk, ekki tætt og hugsa ekki hvort ég vilji spila fótbolta aftur. Ég hef ekki tapað drifkraftinum.“ Hermoso segir að ekki allir hafi staðið við bakið á henni í stormi síðustu vikna. „Ég þurfti að takast á við afleiðingar atviks sem ég átti ekki upptökin að. Ég hef fengið hótanir og þú venst því aldrei,“ sagði Hermoso. Hún sneri aftur í spænska landsliðið í síðasta mánuði og skoraði sigurmark Spánar gegn Ítalíu. Hermoso, sem spilar með Pachuca í Mexíkó, hefur leikið 106 landsleiki og skorað 52 mörk. Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Rubiales var harðlega gagnrýndur fyrir kossinn og sagði loks af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Hann má heldur ekki koma nálægt Hermoso og var auk þess dæmdur í þriggja ára bann af FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu. Hermoso hefur nú tjáð sig um tímann frá kossinum óumbeðna við GQ á Spáni. „Þessar vikur hafa verið mjög erfiðar. Það hefur verið sársaukafullt að segja frá þessu aftur og aftur. En ég verð einhvern veginn að losa mig við þetta,“ sagði Hermoso. „Ég held áfram að vinna í þessu með aðstoð sálfræðingsins míns sem ég hef verið hjá í nokkur ár. Að mínu mati er andleg heilsa jafn mikilvæg og daglegar æfingar og svefn til að ég geti spilað. Þökk sé sálfræðingnum finnst mér ég vera sterk, ekki tætt og hugsa ekki hvort ég vilji spila fótbolta aftur. Ég hef ekki tapað drifkraftinum.“ Hermoso segir að ekki allir hafi staðið við bakið á henni í stormi síðustu vikna. „Ég þurfti að takast á við afleiðingar atviks sem ég átti ekki upptökin að. Ég hef fengið hótanir og þú venst því aldrei,“ sagði Hermoso. Hún sneri aftur í spænska landsliðið í síðasta mánuði og skoraði sigurmark Spánar gegn Ítalíu. Hermoso, sem spilar með Pachuca í Mexíkó, hefur leikið 106 landsleiki og skorað 52 mörk.
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira