Djúpir vasar skattgreiðenda Páll Steingrímsson skrifar 7. nóvember 2023 10:00 Á haustmánuðum boðaði ríkisstjórnin aðhald í ríkisfjármálum og skýra forgangsröðun verkefna til að nýta fjármuni þjóðarinnar sem best. Því er forvitnilegt að skoða hvernig forgangsröðunin og aðhaldið birtist í meðförum einstaka ráðherra, það er ráðherra fjölmiðla. Alls hlutu 25 fjölmiðlar stuðning. Ekki kemur á óvart að þeir fjölmiðlar sem bera höfuð og herðar yfir aðra hlutu mest, Árvakur og Sýn. Báðir halda úti metnaðarfullri dagskrá, Árvakur á vefmiðlum og prentmiðlum en Sýn á vefmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Ef aðeins er rýnt í vikulega vefmiðlanotkun þeirra sést að báðir hafa á þriðja hundrað þúsund notendur, um hálfa milljón innlita og um tvær milljónir flettinga. Með jafn fjölbreytta fjölmiðlun er fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á hvorum miðli eðlilega þónokkur og fjölmiðlastyrkurinn þetta árið því allhár eða rúmlega 100 milljónir til hvors um sig. Það er þó einn fjölmiðill sem sker sig úr þegar rýnt er í tölfræði – og raunar á alla aðra vegu ef út í það er farið: Missögn, afsakið, Heimildin. Samkvæmt ársreikningi rekstrarfélags Heimildarinnar er fjórði hver blaðamaður á miðlinum með stöðu sakbornings. Líklega er það einsdæmi á heimsvísu. En skoðum aðeins tölfræðina þegar kemur að fjölmiðlastyrknum. Vil ég því bera Heimildina saman við Mannlíf, Árvakur og Sýn. Vert er að taka fram að samanburðurinn er heldur ósanngjarn í garð Árvakurs og Sýnar þar sem þeir fjölmiðlar nýta fjölmiðlastyrkinn ekki eingöngu í vefmiðil sinn heldur einnig í starfsemi sem snýr að prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Það er því varla hægt að segja að eftirfarandi samanburður sé á kostnað Heimildarinnar. Heimildir til samanburðarins eru fengnar af Topplista vefmiðla Gallup í nýliðinni viku og tilkynningu Fjölmiðlanefndar um úthlutun fjölmiðlastyrkja vegna ársins 2023. Skoðaði ég fjölmiðlastyrkinn miðað við fjölda notenda, innlita og flettinga á mbl.is, visir.is, mannlif.is og heimildin.is. Vissulega er um vikulegar tölur að ræða en þær eru engu að síður upplýsandi: 1) Styrkur per notanda a. Árvakur 510 kr. b. Sýn 502 kr. c. Mannlíf 417 kr. d. Heimildin 3299 kr. 2) Styrkur per innlit a. Árvakur 222 kr. b. Sýn 233 kr. c. Mannlíf 309 kr. d. Heimildin 2616 kr. 3) Styrkur per flettingu a. Árvakur 50 kr. b. Sýn 60 kr. c. Mannlíf 169 kr. d. Heimildin 1402 kr. Samkvæmt heimasíðu Heimildarinnar starfa 16 blaðamenn á ritstjórn auk 11 manns í margmiðlun, áskrift og sölu. Mikið held ég að einn ónefndur bloggari í Garðabæ væri sáttur ef hann fengi viðlíka stuðning fyrir að upplýsa um stærstu spillingarmál í íslenskum fjölmiðlaheimi sem styrkþegar keppast um að þagga niður. Til gamans má geta að notendur bloggsins hans eru 75% af vikulegum notendum Heimildarinnar og innlit nema tæplega 70%. Ekki nýtur hann stuðnings 11 manna söluteymis eða 16 manna ritstjórnar. Þrátt fyrir heilan her blaða- og sölumanna, sterkefnaða bakhjarla og samanlagt 37 milljón króna fjölmiðlastyrk árið 2022, töpuðu forverar Heimildarinnar tæplega 50 milljónum króna fyrir skatta samkvæmt ársreikningi 2022. Það er hverjum manni deginum ljósara að reksturinn er eins fjarri því að vera sjálfbær eða traustur og hugsast getur, fjölmiðillinn ofmannaður og neikvæðar og í mörgum tilfellum rangar fréttir þeirra ekki eftirsóknarverðar hjá íslensku þjóðinni. Er það nema von að samkvæmt glænýrri skýrslu um traust í íslensku samfélagi treysta innan við 30% íslenskum fjölmiðlum og fleiri vantreysta þeim heldur en ókunnugu fólki! Þegar rýnt er í framangreindar tölur: ósjálfbæran rekstur Heimildarinnar, lítið traust og mikið vantraust til íslenskra fjölmiðla, er þá lausnin að kasta á sjötta tug milljóna í slíka hít? Væri þá ekki nær að kalla fjölmiðlastyrkinn sínu rétta nafni? Styrk til góðgerðarmála. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum boðaði ríkisstjórnin aðhald í ríkisfjármálum og skýra forgangsröðun verkefna til að nýta fjármuni þjóðarinnar sem best. Því er forvitnilegt að skoða hvernig forgangsröðunin og aðhaldið birtist í meðförum einstaka ráðherra, það er ráðherra fjölmiðla. Alls hlutu 25 fjölmiðlar stuðning. Ekki kemur á óvart að þeir fjölmiðlar sem bera höfuð og herðar yfir aðra hlutu mest, Árvakur og Sýn. Báðir halda úti metnaðarfullri dagskrá, Árvakur á vefmiðlum og prentmiðlum en Sýn á vefmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Ef aðeins er rýnt í vikulega vefmiðlanotkun þeirra sést að báðir hafa á þriðja hundrað þúsund notendur, um hálfa milljón innlita og um tvær milljónir flettinga. Með jafn fjölbreytta fjölmiðlun er fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á hvorum miðli eðlilega þónokkur og fjölmiðlastyrkurinn þetta árið því allhár eða rúmlega 100 milljónir til hvors um sig. Það er þó einn fjölmiðill sem sker sig úr þegar rýnt er í tölfræði – og raunar á alla aðra vegu ef út í það er farið: Missögn, afsakið, Heimildin. Samkvæmt ársreikningi rekstrarfélags Heimildarinnar er fjórði hver blaðamaður á miðlinum með stöðu sakbornings. Líklega er það einsdæmi á heimsvísu. En skoðum aðeins tölfræðina þegar kemur að fjölmiðlastyrknum. Vil ég því bera Heimildina saman við Mannlíf, Árvakur og Sýn. Vert er að taka fram að samanburðurinn er heldur ósanngjarn í garð Árvakurs og Sýnar þar sem þeir fjölmiðlar nýta fjölmiðlastyrkinn ekki eingöngu í vefmiðil sinn heldur einnig í starfsemi sem snýr að prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Það er því varla hægt að segja að eftirfarandi samanburður sé á kostnað Heimildarinnar. Heimildir til samanburðarins eru fengnar af Topplista vefmiðla Gallup í nýliðinni viku og tilkynningu Fjölmiðlanefndar um úthlutun fjölmiðlastyrkja vegna ársins 2023. Skoðaði ég fjölmiðlastyrkinn miðað við fjölda notenda, innlita og flettinga á mbl.is, visir.is, mannlif.is og heimildin.is. Vissulega er um vikulegar tölur að ræða en þær eru engu að síður upplýsandi: 1) Styrkur per notanda a. Árvakur 510 kr. b. Sýn 502 kr. c. Mannlíf 417 kr. d. Heimildin 3299 kr. 2) Styrkur per innlit a. Árvakur 222 kr. b. Sýn 233 kr. c. Mannlíf 309 kr. d. Heimildin 2616 kr. 3) Styrkur per flettingu a. Árvakur 50 kr. b. Sýn 60 kr. c. Mannlíf 169 kr. d. Heimildin 1402 kr. Samkvæmt heimasíðu Heimildarinnar starfa 16 blaðamenn á ritstjórn auk 11 manns í margmiðlun, áskrift og sölu. Mikið held ég að einn ónefndur bloggari í Garðabæ væri sáttur ef hann fengi viðlíka stuðning fyrir að upplýsa um stærstu spillingarmál í íslenskum fjölmiðlaheimi sem styrkþegar keppast um að þagga niður. Til gamans má geta að notendur bloggsins hans eru 75% af vikulegum notendum Heimildarinnar og innlit nema tæplega 70%. Ekki nýtur hann stuðnings 11 manna söluteymis eða 16 manna ritstjórnar. Þrátt fyrir heilan her blaða- og sölumanna, sterkefnaða bakhjarla og samanlagt 37 milljón króna fjölmiðlastyrk árið 2022, töpuðu forverar Heimildarinnar tæplega 50 milljónum króna fyrir skatta samkvæmt ársreikningi 2022. Það er hverjum manni deginum ljósara að reksturinn er eins fjarri því að vera sjálfbær eða traustur og hugsast getur, fjölmiðillinn ofmannaður og neikvæðar og í mörgum tilfellum rangar fréttir þeirra ekki eftirsóknarverðar hjá íslensku þjóðinni. Er það nema von að samkvæmt glænýrri skýrslu um traust í íslensku samfélagi treysta innan við 30% íslenskum fjölmiðlum og fleiri vantreysta þeim heldur en ókunnugu fólki! Þegar rýnt er í framangreindar tölur: ósjálfbæran rekstur Heimildarinnar, lítið traust og mikið vantraust til íslenskra fjölmiðla, er þá lausnin að kasta á sjötta tug milljóna í slíka hít? Væri þá ekki nær að kalla fjölmiðlastyrkinn sínu rétta nafni? Styrk til góðgerðarmála. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun