Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2023 10:18 Drengurinn varð átta ára þann 9. janúar síðastliðinn. Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, grunnskóla drengsins, að minningarathöfn hafi verið haldin í veislusal Hauka á Ásvöllum í gær. Þangað voru allir boðnir velkomnir til að minnast Ibrahims með hans nánustu. Ibrahim æfði fótbolta með Haukum. Jarðarför Ibrahims fór fram á föstudaginn í Gufuneskirkjugarði að því er fram kemur á vefsíðu Menningarseturs múslima á Íslandi. Sama dag var birt tilkynning þess efnis á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum. Tilkynning vegna andláts Ibrahims. „Ibrahim Shah Uz-Zaman hvílir nú í friði hér á jörðu. Hann var umvafinn fjölskyldu og ástvinum í dag, 3. nóvember. Hann heldur þó áfram að lifa í hjörtum okkar allra. Litar tilveruna með eftirminnilega brosinu sínu og dreifir ást, kærleika og fótboltatrixum upp í himnaríki.“ Í minningarorðum um Ibrahim á samfélagsmiðlum hefur komið fram að drengurinn var einstaklega góðhjartaður, brosmildur og hjálpsamur. Fyrstur til að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu á að halda. Bænastund og samverustund fóru fram í Ástjarnarkirkju á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku vegna slyssins. Slysið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa adraganda slyssins til rannsóknar. Drengurinn var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í máli lögreglu í síðustu viku að breytingar yrðu gerðar varðandi umferð gangandi og hjólandi inn að Vallarhverfinu við slysstaðinn. Girðingar yrðu settar upp og nýr stígur malbikaður fjarri vinnusvæðinu. Umræddri götu yrði lokað fyrir almennri umferð við vinnusvæðið. Samgönguslys Hafnarfjörður Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14 „Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53 Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, grunnskóla drengsins, að minningarathöfn hafi verið haldin í veislusal Hauka á Ásvöllum í gær. Þangað voru allir boðnir velkomnir til að minnast Ibrahims með hans nánustu. Ibrahim æfði fótbolta með Haukum. Jarðarför Ibrahims fór fram á föstudaginn í Gufuneskirkjugarði að því er fram kemur á vefsíðu Menningarseturs múslima á Íslandi. Sama dag var birt tilkynning þess efnis á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum. Tilkynning vegna andláts Ibrahims. „Ibrahim Shah Uz-Zaman hvílir nú í friði hér á jörðu. Hann var umvafinn fjölskyldu og ástvinum í dag, 3. nóvember. Hann heldur þó áfram að lifa í hjörtum okkar allra. Litar tilveruna með eftirminnilega brosinu sínu og dreifir ást, kærleika og fótboltatrixum upp í himnaríki.“ Í minningarorðum um Ibrahim á samfélagsmiðlum hefur komið fram að drengurinn var einstaklega góðhjartaður, brosmildur og hjálpsamur. Fyrstur til að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu á að halda. Bænastund og samverustund fóru fram í Ástjarnarkirkju á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku vegna slyssins. Slysið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa adraganda slyssins til rannsóknar. Drengurinn var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í máli lögreglu í síðustu viku að breytingar yrðu gerðar varðandi umferð gangandi og hjólandi inn að Vallarhverfinu við slysstaðinn. Girðingar yrðu settar upp og nýr stígur malbikaður fjarri vinnusvæðinu. Umræddri götu yrði lokað fyrir almennri umferð við vinnusvæðið.
Samgönguslys Hafnarfjörður Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14 „Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53 Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14
„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53
Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40