Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2023 18:33 Þrjár flóttaleiðir eru úr Grindavíkurbæ komi til rýmingar. Vísir/Egill Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. „Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
„Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira