Innlent

Sprengi­sandur: Gasa, lax­eldi, verka­lýðs­hreyfingar og jarð­hræringar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, ætlar að fara yfir alþjóðamálin; ástandið á Gasa og samkeppni stórvelda sem birtist í tengslum við átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Rætt verið um átökin og áhrifum þess á stríðið í Úkraínu.

Næst mæta Ólafur Sigurgeirsson, lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum, og Jóhannes Sturluson, líffræðingur og sérfræðingur í laxfiskum, en þeir ætla að rökræða um stöðu sjókvíaeldisins á Íslandi.

Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ, hélt kröftuglega ræðu á formannsfundi í vikunni og lagði línurnar fyrir komandi samningaviðræður. Hefur Alþýðusambandinu tekist að sameina verkalýðshreyfinguna?

Loks mætir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og fjallar um jarðhræringar á Reykjanesskaga, fer yfir sviðsmyndir og stöðuna í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×