Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 09:52 Mennirnir tveir voru sýknaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent