„Eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2023 08:01 Viktor Gísli Hallgrímsson var sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í gær. Vísir/Hulda Margrét „39 mörk, það er allt í lagi,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir öruggan 39-24 sigur gegn Færeyjum í vináttulandsleik í gær. „Þetta var bara mjög gaman. Gaman að spila í dag og þetta var skemmtilegur handbolti sem við vorum að spila,“ bætti Viktor við. Sjálfur átti Viktor góðan leik og varði tuttugu skot í íslenska markinu, sem gerir 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann segir gott samstarf með vörninni vera lykilinn að sinni góðu frammistöðu. „Klárlega. Ég er með mjög gott samband við miðjublokkina, Arnar, Ými, Elliða og Arnar. Við vinnum þetta bara svolítið saman og það er ekkert mikið af einhverjum klikkuðum áherslum frá þjálfurunum nema bara að keyra boltann aftur í leik þegar við fáum mark á okkur. Við erum bara svolítið að fá að spila okkar leik.“ Íslenska liðið skoraði hátt í tuttugu mörk úr hraðaupphlaupum í leik gærkvöldsins og segir Viktor að það sé það sem koma skal hjá liðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar, sem stýrði sínum fyrsta landsleik í gær. „Ég held að það sé planið. Þetta er svolítið nútímahandboltinn og við verðum að aðlaga okkur að því. Það er gaman að spila svona.“ „Frakkar eru kannski með besta landslið í heimi og þeir eru að spila svona þannig við erum kannski bara að herma eftir þeim,“ sagði Viktor léttur. „Við erum bara að spila hratt og spila skemmtilegan handbolta.“ Þá segist hann eiga von á meira af því sama í dag þegar Ísland og Færeyjar mætast aftur í Laugardalshöllinni. „Bara meira af því sama. Við megum ekkert slaka á í byrjun og við þurfum bara að koma okkur strax í gang og keyra hraðann upp.“ Hann segist einnig vera virkilega sáttur með það að liðið hafi haldið fætinum á bensíngjöfinni allan tíman þrátt fyrir að sigurinn hafi í rauninni verið kominn snemma í höfn í gær. „Það er bara ekki annað í boði. Það er það eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því. Ef við fáum svona mikið frelsi til að spila okkar leik þá verðum við bara að halda áfram að keyra, keyra keyra. Það er það sem þjálfarinn vill og við gerum það bara. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Þetta var bara mjög gaman. Gaman að spila í dag og þetta var skemmtilegur handbolti sem við vorum að spila,“ bætti Viktor við. Sjálfur átti Viktor góðan leik og varði tuttugu skot í íslenska markinu, sem gerir 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann segir gott samstarf með vörninni vera lykilinn að sinni góðu frammistöðu. „Klárlega. Ég er með mjög gott samband við miðjublokkina, Arnar, Ými, Elliða og Arnar. Við vinnum þetta bara svolítið saman og það er ekkert mikið af einhverjum klikkuðum áherslum frá þjálfurunum nema bara að keyra boltann aftur í leik þegar við fáum mark á okkur. Við erum bara svolítið að fá að spila okkar leik.“ Íslenska liðið skoraði hátt í tuttugu mörk úr hraðaupphlaupum í leik gærkvöldsins og segir Viktor að það sé það sem koma skal hjá liðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar, sem stýrði sínum fyrsta landsleik í gær. „Ég held að það sé planið. Þetta er svolítið nútímahandboltinn og við verðum að aðlaga okkur að því. Það er gaman að spila svona.“ „Frakkar eru kannski með besta landslið í heimi og þeir eru að spila svona þannig við erum kannski bara að herma eftir þeim,“ sagði Viktor léttur. „Við erum bara að spila hratt og spila skemmtilegan handbolta.“ Þá segist hann eiga von á meira af því sama í dag þegar Ísland og Færeyjar mætast aftur í Laugardalshöllinni. „Bara meira af því sama. Við megum ekkert slaka á í byrjun og við þurfum bara að koma okkur strax í gang og keyra hraðann upp.“ Hann segist einnig vera virkilega sáttur með það að liðið hafi haldið fætinum á bensíngjöfinni allan tíman þrátt fyrir að sigurinn hafi í rauninni verið kominn snemma í höfn í gær. „Það er bara ekki annað í boði. Það er það eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því. Ef við fáum svona mikið frelsi til að spila okkar leik þá verðum við bara að halda áfram að keyra, keyra keyra. Það er það sem þjálfarinn vill og við gerum það bara.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30