Rifta samningi við El Ghazi vegna stuðningsyfirlýsingar við Palestínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 23:01 FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið. Alex Grimm/Getty Images Þýska úrvalsdeildarfélagið FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi sínum við hollenska knattspyrnumanninn Anwar El Ghazi. Leikmaðurinn birti á dögunum færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu í átökunum á Gasasvæðinu, en El Ghazi hefur eytt færslunni. Hinn 28 ára gamli El Ghazi var upphaflega settur í bann af félaginu þann 17. október síðastliðinn, en banninu var aflétt síðastliðinn mánudag og leikmaðurinn fékk aðvörun frá Mainz. Félagið greindi hins vegar frá því í dag, föstudag, að samningi leikmannsins hafi verið rift. Mainz 05 beendet Vertragsverhältnis mit Anwar El Ghazi.Zur Meldung:— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 3, 2023 „FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið og tekur sú ákvörðun gildi þegar í stað. Félagið tekur þessa ákvörðun vegna yfirlýsinga leikmannsins á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu Mainz. Eins og áður segir hafði félagið fyrr í þessari viku ákveðið að hleypa El Ghazi aftur inn í liðið eftir að hafa sett hann til hliðar í kjölfar yfirlýsinga hans á samfélagsmiðlum. „Vegna loforða hans um að virða gildi félagsins og þeirrar eftirsjár sem hann hefur sýnt, sem og að ætla sér að nýta þessi mistök sín til að læra, mun Anwar El Ghazi bráðlega snúa aftur til æfinga og keppni með FSV Mainz 05,“ sagði félagið síðastliðinn mánudag. Þá hafði félagið einnig sagt að leikmaðurinn hafi „tekið afstöðu til átakanna í Mið-Austurlöndunum sem félaginu þykir ekki við hæfi.“ 🚨 Mainz officially terminated Anwar El Ghazi’s contract with immediate effect.He was suspended, then re-included in the squad but mentioned again that he does not regret showing support for PalestineMainz now decided to terminate his contract. El Ghazi replied with this ⤵️ pic.twitter.com/tW6z5penv1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023 Sjálfur segist El Ghazi, sem er fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Everton, ekki sjá eftir ummælum sínum um átökin á samfélagsmiðlum sínum. „Stattu með því sem er rétt, jafnvel þó það þýði að þú standir einn,“ ritaði El Ghazi á samfélagsmiðla sína í dag. „Það að ég tapi lífsviðurværi mínu er ekkert ef við berum það saman við helvítið sem nú rignir yfir saklaust og viðkvæmt fólk á Gasasvæðinu.“ Þýski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Leikmaðurinn birti á dögunum færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu í átökunum á Gasasvæðinu, en El Ghazi hefur eytt færslunni. Hinn 28 ára gamli El Ghazi var upphaflega settur í bann af félaginu þann 17. október síðastliðinn, en banninu var aflétt síðastliðinn mánudag og leikmaðurinn fékk aðvörun frá Mainz. Félagið greindi hins vegar frá því í dag, föstudag, að samningi leikmannsins hafi verið rift. Mainz 05 beendet Vertragsverhältnis mit Anwar El Ghazi.Zur Meldung:— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 3, 2023 „FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið og tekur sú ákvörðun gildi þegar í stað. Félagið tekur þessa ákvörðun vegna yfirlýsinga leikmannsins á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu Mainz. Eins og áður segir hafði félagið fyrr í þessari viku ákveðið að hleypa El Ghazi aftur inn í liðið eftir að hafa sett hann til hliðar í kjölfar yfirlýsinga hans á samfélagsmiðlum. „Vegna loforða hans um að virða gildi félagsins og þeirrar eftirsjár sem hann hefur sýnt, sem og að ætla sér að nýta þessi mistök sín til að læra, mun Anwar El Ghazi bráðlega snúa aftur til æfinga og keppni með FSV Mainz 05,“ sagði félagið síðastliðinn mánudag. Þá hafði félagið einnig sagt að leikmaðurinn hafi „tekið afstöðu til átakanna í Mið-Austurlöndunum sem félaginu þykir ekki við hæfi.“ 🚨 Mainz officially terminated Anwar El Ghazi’s contract with immediate effect.He was suspended, then re-included in the squad but mentioned again that he does not regret showing support for PalestineMainz now decided to terminate his contract. El Ghazi replied with this ⤵️ pic.twitter.com/tW6z5penv1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023 Sjálfur segist El Ghazi, sem er fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Everton, ekki sjá eftir ummælum sínum um átökin á samfélagsmiðlum sínum. „Stattu með því sem er rétt, jafnvel þó það þýði að þú standir einn,“ ritaði El Ghazi á samfélagsmiðla sína í dag. „Það að ég tapi lífsviðurværi mínu er ekkert ef við berum það saman við helvítið sem nú rignir yfir saklaust og viðkvæmt fólk á Gasasvæðinu.“
Þýski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira