Lögreglukonur áreittar af samstarfsmönnum en karlarnir af konum úti í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 21:01 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið taka niðurstöður rannsóknarinnar mjög alvarlega. Vísir/Arnar Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hefur aukist talsvert síðasta áratug, samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir embættið taka niðurstöðurnar mjög alvarlega. Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum. Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira