Ten5ion hófu leikinn betur og komust í stöðuna 1-5 en Ármann voru ekki lengi að minnka muninn í 5-4. Í tólftu lotu jöfnuðu Ármann leikinn og staðan þá 6-6. Áfram héldu liðin að dansa krappan dans en aðeins eitt stig skildi í hálfleik þar sem Ten5ion höfðu forskotið.
Staðan í hálfleik: 7-8
Ten5ion hófu seinni hálfleik betur með sigri í skammbyssulotunni en enn og aftur jafnaði Ármann leikinn í 9-9. Ármann tóku þá yfirhönd í seinni hálfleik og komust í 12-9. Ten5ion sigruðu þá eina lotu og reyndist það þeirra síðasta og Ármann sigruðu allar lotur sem eftir lifðu leiks.
Lokatölur: 16-10
Ármann koma sér þar með á ný í þriðja sæti deildarinnar og Ten5ion eru enn í því fimmta.