Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2023 23:00 Kristinn Harðarson er framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52
Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“