Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2023 20:09 Hópur fólks, sem stundar brimbrettaíþróttina mætti í Ráðhús Ölfus síðdegis til að mótmæla vinnubrögðum meirihlutans í bæjarstjórn vegna landfyllingar og stækkun hafnarinnar, sem þau segja að skemmi alla aðstöðu fyrir íþróttina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. Fundur bæjarstjórnar hófst klukkan 16:30 en fyrst var haldin fundur fyrir luktum dyrum með stjórn Brimbrettafélags Íslands. Um leið og fundurinn hófst formlega klukkan 16.30 var forseta bæjarstjórnar afhentur undirskriftalisti með 11.320 nöfnum þar sem því er mótmælt að aldan við Hafnarnesvita verði eyðilögð með landfyllingu vegna stækkunar hafnarinnar. Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar tók á móti mótmælalistanum frá Davíð Inga (t.h.) frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona innilega að það verði hlustað á okkur. Árið er 2023, þetta er lýðræði, við þurfum að tala saman, við þurfum að taka ákvarðanir, sem byggjast á staðreyndum og staðreyndin er að þessi landfylling er ekki besta lausnin fyrir bæjarfélagið og fyrir brimbrettafélagið,” segir Davíð Ingi Bustion, sem situr í stjórn Brimbrettafélags Íslands. Davíð Ingi Bustion frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í minnihlutanum er líka mjög ósáttur við stöðu málsins og hvernig meirihlutinn virðist ætla að hunsa óskir þeirra, sem stunda brimbretti á Íslandi við Þorlákshöfn, en um er að ræða 550 manna hóp, sem fer ört stækkandi. „Mér finnst þetta bara algjört klúður, ég verð bara að vera algjörlega hreinskilin með það,” segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi. Hvar er hamingjan í Þorlákshöfn núna? „Hún er mjög víða en kannski ekki akkúrat inn í bæjarstjórninni í dag,” segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í ÖlfusiMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir bæjarstjóri Ölfuss, er allt í fári í sveitarfélaginu vegna einnar öldu? „Þetta er bara eitt af þeim mörgum málum þar, sem ólík sjónarmið togast á og mikilvægt að kjörnir fulltrúar fái frið til að fara með málið af bestu vitund,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. En þú sjálfur, hefur þú farið á brimbretti? „Nei, aldrei nokkurn tímann.” Heldur þú að þú eigir eftir að gera það? „Það kæmi mér á óvart að maður á háum aldrei eins og ég er og með öll þessi gráu hár færi að taka upp á því.” Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skilaboðin voru skýr frá þeim sem vilja vernda brimbrettasvæðið við Hafnarnes í Þorlákshöfn. „Björgum öldunni.” Mótmælaspjald á lofti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fundur bæjarstjórnar hófst klukkan 16:30 en fyrst var haldin fundur fyrir luktum dyrum með stjórn Brimbrettafélags Íslands. Um leið og fundurinn hófst formlega klukkan 16.30 var forseta bæjarstjórnar afhentur undirskriftalisti með 11.320 nöfnum þar sem því er mótmælt að aldan við Hafnarnesvita verði eyðilögð með landfyllingu vegna stækkunar hafnarinnar. Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar tók á móti mótmælalistanum frá Davíð Inga (t.h.) frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona innilega að það verði hlustað á okkur. Árið er 2023, þetta er lýðræði, við þurfum að tala saman, við þurfum að taka ákvarðanir, sem byggjast á staðreyndum og staðreyndin er að þessi landfylling er ekki besta lausnin fyrir bæjarfélagið og fyrir brimbrettafélagið,” segir Davíð Ingi Bustion, sem situr í stjórn Brimbrettafélags Íslands. Davíð Ingi Bustion frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í minnihlutanum er líka mjög ósáttur við stöðu málsins og hvernig meirihlutinn virðist ætla að hunsa óskir þeirra, sem stunda brimbretti á Íslandi við Þorlákshöfn, en um er að ræða 550 manna hóp, sem fer ört stækkandi. „Mér finnst þetta bara algjört klúður, ég verð bara að vera algjörlega hreinskilin með það,” segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi. Hvar er hamingjan í Þorlákshöfn núna? „Hún er mjög víða en kannski ekki akkúrat inn í bæjarstjórninni í dag,” segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í ÖlfusiMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir bæjarstjóri Ölfuss, er allt í fári í sveitarfélaginu vegna einnar öldu? „Þetta er bara eitt af þeim mörgum málum þar, sem ólík sjónarmið togast á og mikilvægt að kjörnir fulltrúar fái frið til að fara með málið af bestu vitund,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. En þú sjálfur, hefur þú farið á brimbretti? „Nei, aldrei nokkurn tímann.” Heldur þú að þú eigir eftir að gera það? „Það kæmi mér á óvart að maður á háum aldrei eins og ég er og með öll þessi gráu hár færi að taka upp á því.” Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skilaboðin voru skýr frá þeim sem vilja vernda brimbrettasvæðið við Hafnarnes í Þorlákshöfn. „Björgum öldunni.” Mótmælaspjald á lofti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira