Starfandi lögreglumenn 895, þar af 704 menntaðir sem slíkir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 07:40 Ráðist hefur verið í aðgerðir til að efla lögregluembættinn. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna á Íslandi er 895 og þar af eru 704 menntaðir lögreglumenn. Afleysingamenn eru 79 og þá sinna 112 lögreglunemar afleysingastörfum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um fjölda starfandi lögreglumanna. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna var 20,4 á hverja 10.000 íbúa árið 2013 og 20,2 á hverja 10.000 íbúa árið 2023. Þá var heildarfjöldi lögreglumanna 8,1 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2013 en 4,6 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2023. „Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið að greiningu á mannaflaþörf á grundvelli markmiða löggæsluáætlunar fyrir árin 2019–2023 um öryggis- og þjónustustig. Við þá vinnu er horft til mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna sem valdið getur margvíslegu álagi á lögreglu á ýmsum sviðum. Þá er horft til þess að á síðustu árum hafa auknar kröfur á lögreglu leitt til þess að fleiri lögreglumenn sinna sérverkefnum sem ekki snúa að útkalli eða rannsókn brota,“ segir meðal annars í svörum ráðherra. Þá segir að lögreglan hafi á síðustu árum fengið umtalsverðar viðbótarfjárheimildir til að efla löggæslu, meðal annars til að fjölga lögreglunemum. Á þessu ári var svo 80 stöðugildum bætt við til að „mæta veikleikum og efla löggæslu um allt land“. Um samanburð við Evrópu segir að árið 2020 hafi lögreglumenn á hverja 100.000 íbúa í Evrópu verið 333,4 en 201,9 á Íslandi. „Vegna mismunandi löggæsluskipulags landa er samanburður erfiður enda misjafnt hvað er talið með og hvað ekki. Sem dæmi má nefna að sum lönd telja landamæraverði með en önnur ekki. Heilt yfir er hlutfall lögreglumanna lægra á Norðurlöndunum en þegar sunnar og austar dregur í álfunni.“ Lögreglan Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um fjölda starfandi lögreglumanna. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna var 20,4 á hverja 10.000 íbúa árið 2013 og 20,2 á hverja 10.000 íbúa árið 2023. Þá var heildarfjöldi lögreglumanna 8,1 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2013 en 4,6 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2023. „Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið að greiningu á mannaflaþörf á grundvelli markmiða löggæsluáætlunar fyrir árin 2019–2023 um öryggis- og þjónustustig. Við þá vinnu er horft til mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna sem valdið getur margvíslegu álagi á lögreglu á ýmsum sviðum. Þá er horft til þess að á síðustu árum hafa auknar kröfur á lögreglu leitt til þess að fleiri lögreglumenn sinna sérverkefnum sem ekki snúa að útkalli eða rannsókn brota,“ segir meðal annars í svörum ráðherra. Þá segir að lögreglan hafi á síðustu árum fengið umtalsverðar viðbótarfjárheimildir til að efla löggæslu, meðal annars til að fjölga lögreglunemum. Á þessu ári var svo 80 stöðugildum bætt við til að „mæta veikleikum og efla löggæslu um allt land“. Um samanburð við Evrópu segir að árið 2020 hafi lögreglumenn á hverja 100.000 íbúa í Evrópu verið 333,4 en 201,9 á Íslandi. „Vegna mismunandi löggæsluskipulags landa er samanburður erfiður enda misjafnt hvað er talið með og hvað ekki. Sem dæmi má nefna að sum lönd telja landamæraverði með en önnur ekki. Heilt yfir er hlutfall lögreglumanna lægra á Norðurlöndunum en þegar sunnar og austar dregur í álfunni.“
Lögreglan Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira