Kvennaverkfallið var ekki uppskeruhátíð Tatjana Latinovic skrifar 30. október 2023 12:30 Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun