Albert skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu þegar Genoa vann sigur á Salernitana á heimavelli sínum.
Albert var þá enn á ný að nýta sér svæðið á milli varnar og miðju mótherjanna. Hann lék upp að teignum og afgreiddi boltann laglega niður í bláhornið.
Þetta var fjórða mark Alberts á þessu tímabili sem er bæting á meti sem hann hafði slegið með sínu þriðja marki fyrr í vetur en um leið var þetta hans fimmta mark á ferlinum í Seríu A.
Með því jafnaði hann markamet Emils Hallfreðssonar sem skoraði fimm mörk í Seríu A frá 2009 til 2019.
Albert og Emil eru nú þeir Íslendingar sem hafa skorað flest mörk í Seríu A.
Albert Guðmundsson á nú aftur markametið því langafi hans Albert Guðmundsson var fyrsti Íslendingurinn til að skora í ítölsku deildinni og var markahæstur þar til að Emil tók metið af honum árið 2014.
- Flest mörk Íslendinga í Seríu A
- Albert Guðmundsson (yngri) 5
- Emil Hallfreðsson 5
- Albert Guðmundsson (eldri) 2
- Birkir Bjarnason 2