Voru varaðir við hótunum byssumannsins Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 10:47 Robert Card, þegar hann gekk inn í keilusal í Lewiston og skaut fjölda fólks til bana. AP/Fógeti Androscoggin-sýslu Lögregluembætti í Maine í Bandaríkjunum voru í síðasta mánuði vöruð við duldum hótunum Robert Card. Nokkrum vikum síðar framdi hann mannskæðustu skotárás ríkisins er hann skaut átján manns til bana og særði þrettán. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum úr tveimur löggæsluembættum í Maine að í september hafi viðvörun gefið út fyrir allt ríkið, þar sem lögregluþjónum var sagt að vera á varðbergi eftir Card. Þá hafði hann kastað fram hótunum gegn hermönnum sem hann vann með. Eftirlitsferðum um herstöðina var fjölgað og lögregluþjónar voru sendir heim til Cards en hann fannst ekki og var viðbúnaðinum hætt eftir tvær vikur. Card, sem var fjörutíu ára gamall, starfaði sem liðþjálfi í varalið bandaríska hersins í Maine en í vikunni gekk hann inn í keilusal í Lewiston með hálfsjálfvirkan riffil og hóf þar skothríð á fólki. Því næst gekk hann inn á bar þar nærri og hélt skothríðinni áfram. Átján eru látnir og margir eru særðir og voru fórnarlömb Cards á aldrinum fjórtán til 76 ára. Hann flúði af vettvangi en umfangsmikilli leit lauk í gær þegar Card fannst látinn á endurvinnslustöð í bænum Lisbon, þar sem hann hafði eitt sinn unnið. Hann er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Card var lagður inn á geðdeild í sumar eftir að hann sagðist heyra raddir og hótaði samstarfsmönnum sínum á herstöðinni. Þetta var í júlí en blaðamenn AP hafa ekki fengið svör við því hvort það hafi verið sömu hótanir og leiddu til áðurnefndra viðvarana í september. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Card hafi verið vænisjúkur og hafi grunað annað fólk um að hafa talað um sig. Þrátt fyrir þessar viðvaranir hafði Card keypt sér nokkrar byssur með löglegum hætti og þar á meðal nokkrum dögum fyrir árásina. Í frétt AP segir að margir spyrji hvernig það megi vera að svo margir hafi ekki séð þau viðvörunarmerki sem voru á lofti yfir Card og velta vöngum yfir því hvernig hægt hefði verið að koma í veg fyrir fjöldamorðið. Einn lögreglustjóri sagði fréttaveitunni að viðvörunin varðandi Card væri ein fjölmargra. Hún hefði verið óljós og almenn. Svipast hafi verið um eftir honum en í raun hafi aldrei verið kvartað yfir því að hann hafi gert eitthvað af sér. „Við fengum ekkert slíkt,“ sagði Jack Clements. Lögaður, sem starfaði innan hersins um árabil, segir að ef Card hafi verið lagður inn í sumar, án samþykkis hans, hafi samkvæmt reglum átt að tilkynna þið til yfirvalda og þar á meðal til Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Viðkomandi hefði þá endað á lista yfir menn sem mega ekki kaupa skotvopn. Á blaðamannafundi yfirvalda í Maine í gær kom þó fram að Card hefði ekki verið lagður inn gegn vilja sínum. Lagaprófessor segir þó að samkvæmt lögum um skotvopn hefðu hótanir Cards og innlögn átt að leiða til þess að yfirvöld hefðu átt að leggja tímabundið hald á byssur hans þegar hann sneri aftur heim eftir innlögnina í sumar. Útlit sé fyrir að einhver hafi gert mistök. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. 27. október 2023 08:29 Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum úr tveimur löggæsluembættum í Maine að í september hafi viðvörun gefið út fyrir allt ríkið, þar sem lögregluþjónum var sagt að vera á varðbergi eftir Card. Þá hafði hann kastað fram hótunum gegn hermönnum sem hann vann með. Eftirlitsferðum um herstöðina var fjölgað og lögregluþjónar voru sendir heim til Cards en hann fannst ekki og var viðbúnaðinum hætt eftir tvær vikur. Card, sem var fjörutíu ára gamall, starfaði sem liðþjálfi í varalið bandaríska hersins í Maine en í vikunni gekk hann inn í keilusal í Lewiston með hálfsjálfvirkan riffil og hóf þar skothríð á fólki. Því næst gekk hann inn á bar þar nærri og hélt skothríðinni áfram. Átján eru látnir og margir eru særðir og voru fórnarlömb Cards á aldrinum fjórtán til 76 ára. Hann flúði af vettvangi en umfangsmikilli leit lauk í gær þegar Card fannst látinn á endurvinnslustöð í bænum Lisbon, þar sem hann hafði eitt sinn unnið. Hann er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Card var lagður inn á geðdeild í sumar eftir að hann sagðist heyra raddir og hótaði samstarfsmönnum sínum á herstöðinni. Þetta var í júlí en blaðamenn AP hafa ekki fengið svör við því hvort það hafi verið sömu hótanir og leiddu til áðurnefndra viðvarana í september. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Card hafi verið vænisjúkur og hafi grunað annað fólk um að hafa talað um sig. Þrátt fyrir þessar viðvaranir hafði Card keypt sér nokkrar byssur með löglegum hætti og þar á meðal nokkrum dögum fyrir árásina. Í frétt AP segir að margir spyrji hvernig það megi vera að svo margir hafi ekki séð þau viðvörunarmerki sem voru á lofti yfir Card og velta vöngum yfir því hvernig hægt hefði verið að koma í veg fyrir fjöldamorðið. Einn lögreglustjóri sagði fréttaveitunni að viðvörunin varðandi Card væri ein fjölmargra. Hún hefði verið óljós og almenn. Svipast hafi verið um eftir honum en í raun hafi aldrei verið kvartað yfir því að hann hafi gert eitthvað af sér. „Við fengum ekkert slíkt,“ sagði Jack Clements. Lögaður, sem starfaði innan hersins um árabil, segir að ef Card hafi verið lagður inn í sumar, án samþykkis hans, hafi samkvæmt reglum átt að tilkynna þið til yfirvalda og þar á meðal til Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Viðkomandi hefði þá endað á lista yfir menn sem mega ekki kaupa skotvopn. Á blaðamannafundi yfirvalda í Maine í gær kom þó fram að Card hefði ekki verið lagður inn gegn vilja sínum. Lagaprófessor segir þó að samkvæmt lögum um skotvopn hefðu hótanir Cards og innlögn átt að leiða til þess að yfirvöld hefðu átt að leggja tímabundið hald á byssur hans þegar hann sneri aftur heim eftir innlögnina í sumar. Útlit sé fyrir að einhver hafi gert mistök.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. 27. október 2023 08:29 Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. 27. október 2023 08:29
Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02
Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32