Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2023 20:16 Magnea segir að hjáseta Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hafi verið fylgispekt, meðal annars við Bandaríkin. Stöð 2 Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur var búsett í Jerúsalem um nokkurt skeið. Hún segir ljóst að flest ríki heims vilji ekki að ástandið teygi anga sína víðar. „[Ísraelar] eru náttúrulega að gera það sem þeir segjast hafa ætlað að gera. Þeir eru að sýna Hamas í tvo heimana og eru búnir að reyna að minnsta kosti að rýma svæði þannig að þetta sé mannúðlegur hernaður eins og þeir kalla það. Þrátt fyrir það að það eru óbreyttir borgarar sem falla. Þetta auðvitað hefur áhrif. Það er ljóst að flestir vilji ekki að þetta fari úr böndunum. “ Ástandið ekki leyst með hernaði Bandaríkjamenn séu til að mynda búnir að senda flugmóðurskip til Ísrael. Þá hafi Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagt að Hamas væru ekki til sem samtök ef Íran hefði ekki stutt við bakið á þeim. „Það er búið að senda skilaboð. En það sem er á sama tíma að gerast er að svona ástand er ekki leyst með hernaði, það er nokkuð ljóst. Þar af leiðandi, og líka þegar þú ferð inn með þessum landhernaði og þessum mikla hernaði, þá réttlætir það frekari árásir þeirra sem standa með Hamas,“ segir Magnea og tekur Hezbollah-samtökin sem dæmi. Hún segir að þjóðarleiðtogar hafi reynt að leggja sitt af mörkum, til að mynda utanríkisráðherra Spánar, sem boðist hefur til að halda friðarviðræður. Ástandið hafi áhrif á samskipti fjölmargra ríkja, og þá megi nefna framtíðarviðræður Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu, hvaða skilaboð verði send til Íran og svo áfram mætti halda. „Þetta er náttúrulega fylgispekt“ Hún telur að afstaða Íslendinga skipti máli, en Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa í gærkvöldi. „Vissulega hefur Ísland mikið að segja. Ég tek undir það að Ísland hafi alveg getað samþykkt þessa ályktun, þar sem þeir ákváðu að sitja hjá. Þeir geta í raun og veru staðið með mannúð hundrað prósent. Þeir eru búnir að fordæma hryðjuverk Hamas. Ef þeir hefðu viljað ítreka það þá hefðu þeir gert það í ræðu og það hefði farið í skjalasafnið hjá Sameinuðu þjóðunum; að Íslendingar hefðu ítrekað það. En þetta er náttúrulega fylgispekt, og meðal annars við Bandaríkin.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur var búsett í Jerúsalem um nokkurt skeið. Hún segir ljóst að flest ríki heims vilji ekki að ástandið teygi anga sína víðar. „[Ísraelar] eru náttúrulega að gera það sem þeir segjast hafa ætlað að gera. Þeir eru að sýna Hamas í tvo heimana og eru búnir að reyna að minnsta kosti að rýma svæði þannig að þetta sé mannúðlegur hernaður eins og þeir kalla það. Þrátt fyrir það að það eru óbreyttir borgarar sem falla. Þetta auðvitað hefur áhrif. Það er ljóst að flestir vilji ekki að þetta fari úr böndunum. “ Ástandið ekki leyst með hernaði Bandaríkjamenn séu til að mynda búnir að senda flugmóðurskip til Ísrael. Þá hafi Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagt að Hamas væru ekki til sem samtök ef Íran hefði ekki stutt við bakið á þeim. „Það er búið að senda skilaboð. En það sem er á sama tíma að gerast er að svona ástand er ekki leyst með hernaði, það er nokkuð ljóst. Þar af leiðandi, og líka þegar þú ferð inn með þessum landhernaði og þessum mikla hernaði, þá réttlætir það frekari árásir þeirra sem standa með Hamas,“ segir Magnea og tekur Hezbollah-samtökin sem dæmi. Hún segir að þjóðarleiðtogar hafi reynt að leggja sitt af mörkum, til að mynda utanríkisráðherra Spánar, sem boðist hefur til að halda friðarviðræður. Ástandið hafi áhrif á samskipti fjölmargra ríkja, og þá megi nefna framtíðarviðræður Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu, hvaða skilaboð verði send til Íran og svo áfram mætti halda. „Þetta er náttúrulega fylgispekt“ Hún telur að afstaða Íslendinga skipti máli, en Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa í gærkvöldi. „Vissulega hefur Ísland mikið að segja. Ég tek undir það að Ísland hafi alveg getað samþykkt þessa ályktun, þar sem þeir ákváðu að sitja hjá. Þeir geta í raun og veru staðið með mannúð hundrað prósent. Þeir eru búnir að fordæma hryðjuverk Hamas. Ef þeir hefðu viljað ítreka það þá hefðu þeir gert það í ræðu og það hefði farið í skjalasafnið hjá Sameinuðu þjóðunum; að Íslendingar hefðu ítrekað það. En þetta er náttúrulega fylgispekt, og meðal annars við Bandaríkin.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41
Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu