Engin vandræði á Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2023 15:57 Mohamed Salah skoraði þriðja mark Liverpool í dag. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Liverpool vann öruggan sigur er liðið tók á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-0 og Liverpool fer taplaust í gegnum októbermánuð. Eins og við var að búast voru heimamenn í Liverpool mun sterkari aðilinn í leik dagsins, en það tók þá rauðklæddu rúmlega hálftíma að brjóta ísinn. Þá var Portúgalinn Diogo Jota á ferðinni, en aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Darwin Nunez forystu Liverpool eftir stoðsendingu frá Dominik Szoboszlai. Staðan í hálfleik var því 2-0 og útlitið svart fyrir gestina. Mohamed Salah svo þriðja markinu við á 77. mínútu eftir stoðsendingu frá áðurnefndum Dominik Szoboszlai og þar við sat. Niðurstaðan öruggur 3-0 sigur Liverpool sem nú situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir tíu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Tottenham. Nottingham Forest situr hins vegar í 16. sæti með tíu stig. Fótbolti Enski boltinn
Liverpool vann öruggan sigur er liðið tók á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-0 og Liverpool fer taplaust í gegnum októbermánuð. Eins og við var að búast voru heimamenn í Liverpool mun sterkari aðilinn í leik dagsins, en það tók þá rauðklæddu rúmlega hálftíma að brjóta ísinn. Þá var Portúgalinn Diogo Jota á ferðinni, en aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Darwin Nunez forystu Liverpool eftir stoðsendingu frá Dominik Szoboszlai. Staðan í hálfleik var því 2-0 og útlitið svart fyrir gestina. Mohamed Salah svo þriðja markinu við á 77. mínútu eftir stoðsendingu frá áðurnefndum Dominik Szoboszlai og þar við sat. Niðurstaðan öruggur 3-0 sigur Liverpool sem nú situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir tíu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Tottenham. Nottingham Forest situr hins vegar í 16. sæti með tíu stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti