Brentford batt enda á gott gengi Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2023 13:26 Ethan Pinnock skoraði fyrra mark leiksins með góðum skalla. Alex Broadway/Getty Images Brentford vann sterkan 1-0 útisigur er liðið heimsótti Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Chelsea voru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum og voru komnir á gott ról eftir hörmulega byrjun á tímabilinu. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér ákjósanleg færi til að skora, en inn vildi boltinn ekki og staðan var því enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Áfram hélt Chelsea að vera meira með boltann og ógna marki gestanna í síðari hálfleik. Líkt og í fyrri hálfleiknum náði liðið þó ekki að skora, en gestirnir í Brentford gerðu það hins vegar þegar Ethan Pinnock stangaði fyrirgjöf Bryan Mbuemo í netið á 58. mínútu. Gestirnir bættu svo öðru marki við á seinustu mínútu uppbótartíma þegar áðurnefndur Mbuemo renndi boltanum í autt markið eftir að Robert Sanchez, markvörður Chelsea, hafði farið inn í teig Brentford í hornspyrnu. Niðurstaðan því 2-0 útisigur Brentford og með sigrinum lyftir liðið sér upp fyrir Chelsea í töflunni og situr nú í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en Chelsea sem situr í ellefta sæti. Fótbolti Enski boltinn
Brentford vann sterkan 1-0 útisigur er liðið heimsótti Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Chelsea voru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum og voru komnir á gott ról eftir hörmulega byrjun á tímabilinu. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér ákjósanleg færi til að skora, en inn vildi boltinn ekki og staðan var því enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Áfram hélt Chelsea að vera meira með boltann og ógna marki gestanna í síðari hálfleik. Líkt og í fyrri hálfleiknum náði liðið þó ekki að skora, en gestirnir í Brentford gerðu það hins vegar þegar Ethan Pinnock stangaði fyrirgjöf Bryan Mbuemo í netið á 58. mínútu. Gestirnir bættu svo öðru marki við á seinustu mínútu uppbótartíma þegar áðurnefndur Mbuemo renndi boltanum í autt markið eftir að Robert Sanchez, markvörður Chelsea, hafði farið inn í teig Brentford í hornspyrnu. Niðurstaðan því 2-0 útisigur Brentford og með sigrinum lyftir liðið sér upp fyrir Chelsea í töflunni og situr nú í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en Chelsea sem situr í ellefta sæti.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti