Fyrsta sinn í Íslandssögunni sem nýir foreldrar eru alveg einir á báti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 09:09 Ólafur Grétar segir nýja foreldra aldrei hafa verið eins einangraða. Þess vegna sé nauðsynlegt að ömmur og afar kíki við, þó ekki nema stuttlega, til að mynda þessi tensl. Getty Sérfræðingur í fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf segir mjög mikilvægt fyrir allar kynslóðir að ömmur og afar hjálpi nýjum foreldrum og passi barnabörnin. Nýir foreldrar eigi ekki rétt á að amma og afi passi en samtal um þátttöku þeirra verði að eiga sér stað. „Við vitum að við erum ekki að styðja verðandi og nýja foreldra nóg,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að eitt stærsta ójafnvægið í því þegar fólk verður foreldrar er að það fær ekki endilega áskoranir í samræmi við færni. „Amma og afi fá tvær kynslóðir í fangið í þessu ástandi. Hættan er, þar sem nýju foreldrarnir fá ekki hjálp með sínar erfiðu tilfinningar og upplifa sig ekki nóg, í samfélagi sem hlustar ekki og veitir ekki þá aðstoð sem þau þurfa, að þetta breytist í skömm. Þetta er það sem ömmur og afar þurfa að takast á við.“ Hann minnir á að það allra besta fyrir þroska barna er að þau séu umkringd fullorðni fólki sem líur vel. „Börn þrífast á tengslum við eldri og þroskaðri og róaðra taugakerfi í ömmu og afa. Það sem er það alalvarlegasta sem er að gerast núna er að það eru þúsundir af ungum og nýjum foreldrum ein heima með lítið kríli,“ segir Ólafur. Fyrsta sinn í sögunni sem foreldrar eru einir á báti Áður fyrr hafi nýir foreldrar verið umkringdir öðrum fullorðnum og þessi einvera alveg ný í Íslandssögunni. „Þegar ég var að koma heim sem strákur voru alltaf fimm fullorðnir heima hjá mömmu. Það að amma og afi bara kíki á staðinn, þau þurfa ekki einu sinni að halda á barninu, er mikilvægt.“ Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi.Vísir/Vilhelm Hann segir unga foreldra ekki eiga sjálfsagða kröfu á að amma og afi passi en samtalið verði að eiga sér stað. „Það sem er að gerast, að amma og afi bara flýja til Spánar eða Flórída þannig að þau geta ekki tekið þetta samtal, eða þau eru á leiðinni á Virk í starfsendurhæfingu búin á því. Lífið er alltaf að leita að jafnvægi,“ segir Ólafur. Heilbrigt fyrir eldra fólk að mynda tengsl við afkomendurna Hann minnir þá á að það er ekki bara börnunum í hag að umgangast ömmur og afa. „Því sterkari sem eldri manneskja er í tengslum við afkomendur sína verndar hún heila sinn. Það að vera í samskiptum við afkomendur þína er sjálfselsk hegðun, alveg eins og fyrir pabba að taka þátt í lífi barns síns,“ segir Ólafur. Það geti hins vegar reynst ömmum og öfum erfitt að fá barnabörnin inn á heimilið, ekki síst ef annar makinn vill verja tíma með barnabörnunum en hinn vill njóta lífsins og ferðast á efri árum. „Það eru þrjú æviskeið þar sem hjónbönd og parasambönd eru í mestri hættu, þar sem jörðin hristist mest undir þeim. Það er þegar fólk er að eignast barn í fyrsta sinn, almesta áskorunin er þá. Svo eru það önnur tvö æviskeið, sem koma að ömmu og afa, þar sem skilnaðir eru að aukast,“ segir Ólafur. „Það er þegar börnin fara að heiman og það er þegar við hættum að vinna. Það sem skiptir mestu máli í farsælum hjónaböndum er hvernig við gefum lífi okkar merkingu og meiningu. Hvað er það sem við viljum lifa fyrir?“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að neðan. Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Við vitum að við erum ekki að styðja verðandi og nýja foreldra nóg,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að eitt stærsta ójafnvægið í því þegar fólk verður foreldrar er að það fær ekki endilega áskoranir í samræmi við færni. „Amma og afi fá tvær kynslóðir í fangið í þessu ástandi. Hættan er, þar sem nýju foreldrarnir fá ekki hjálp með sínar erfiðu tilfinningar og upplifa sig ekki nóg, í samfélagi sem hlustar ekki og veitir ekki þá aðstoð sem þau þurfa, að þetta breytist í skömm. Þetta er það sem ömmur og afar þurfa að takast á við.“ Hann minnir á að það allra besta fyrir þroska barna er að þau séu umkringd fullorðni fólki sem líur vel. „Börn þrífast á tengslum við eldri og þroskaðri og róaðra taugakerfi í ömmu og afa. Það sem er það alalvarlegasta sem er að gerast núna er að það eru þúsundir af ungum og nýjum foreldrum ein heima með lítið kríli,“ segir Ólafur. Fyrsta sinn í sögunni sem foreldrar eru einir á báti Áður fyrr hafi nýir foreldrar verið umkringdir öðrum fullorðnum og þessi einvera alveg ný í Íslandssögunni. „Þegar ég var að koma heim sem strákur voru alltaf fimm fullorðnir heima hjá mömmu. Það að amma og afi bara kíki á staðinn, þau þurfa ekki einu sinni að halda á barninu, er mikilvægt.“ Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi.Vísir/Vilhelm Hann segir unga foreldra ekki eiga sjálfsagða kröfu á að amma og afi passi en samtalið verði að eiga sér stað. „Það sem er að gerast, að amma og afi bara flýja til Spánar eða Flórída þannig að þau geta ekki tekið þetta samtal, eða þau eru á leiðinni á Virk í starfsendurhæfingu búin á því. Lífið er alltaf að leita að jafnvægi,“ segir Ólafur. Heilbrigt fyrir eldra fólk að mynda tengsl við afkomendurna Hann minnir þá á að það er ekki bara börnunum í hag að umgangast ömmur og afa. „Því sterkari sem eldri manneskja er í tengslum við afkomendur sína verndar hún heila sinn. Það að vera í samskiptum við afkomendur þína er sjálfselsk hegðun, alveg eins og fyrir pabba að taka þátt í lífi barns síns,“ segir Ólafur. Það geti hins vegar reynst ömmum og öfum erfitt að fá barnabörnin inn á heimilið, ekki síst ef annar makinn vill verja tíma með barnabörnunum en hinn vill njóta lífsins og ferðast á efri árum. „Það eru þrjú æviskeið þar sem hjónbönd og parasambönd eru í mestri hættu, þar sem jörðin hristist mest undir þeim. Það er þegar fólk er að eignast barn í fyrsta sinn, almesta áskorunin er þá. Svo eru það önnur tvö æviskeið, sem koma að ömmu og afa, þar sem skilnaðir eru að aukast,“ segir Ólafur. „Það er þegar börnin fara að heiman og það er þegar við hættum að vinna. Það sem skiptir mestu máli í farsælum hjónaböndum er hvernig við gefum lífi okkar merkingu og meiningu. Hvað er það sem við viljum lifa fyrir?“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að neðan.
Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira