Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 23:02 Lögregla hefur leitað Card á landi, í ám og í sjó. Vísir/EPA Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31