Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 21:05 Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að hún hafi heyrt um mögulegt ofbeldi sr. Friðriks áður en hún hóf störf hjá Stígamótum. Vísir/Egill Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. Fleiri en einn þolandi séra Friðriks Friðrikssonar hafa leitað til Stígamóta. Því greindi talskona Stígamóta, Drífa Snædal, frá í Kastljósi í kvöld. Í samtali við Vísi segir Drífa að gerendur séu ekki sérstaklega skráðir niður hjá samtökunum en að hún hafi heyrt það frá ráðgjöfum Stígamóta að fleiri en einn þolandi hafi leitað til samtakanna vegna sr. Friðriks. „Við höfum upplýsingar um að það séu fleiri en einn. En það er ekkert yfirlit eða tölfræði,“ segir Drífa. Hún segir að þegar svona mál komi upp í umræðuna þá geti það haft þær afleiðingar að fleiri leita til Stígamóta en ella. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa. Mikið hefur verið fjallað um málið í dag en fjallað er um kynferðisbrot Friðriks gegn einu barni í nýrri ævisögu hans sem er skrifuð af Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi. Sr. Friðrik stofnaði KFUM, KFUK og íþróttafélögin Hauka og Val. KFUM sendi frá sér yfirlýsingu um málið í dag þar sem þau sögðust ekki vilja breiða yfir sannleikann eða söguna. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Valur Haukar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Fleiri en einn þolandi séra Friðriks Friðrikssonar hafa leitað til Stígamóta. Því greindi talskona Stígamóta, Drífa Snædal, frá í Kastljósi í kvöld. Í samtali við Vísi segir Drífa að gerendur séu ekki sérstaklega skráðir niður hjá samtökunum en að hún hafi heyrt það frá ráðgjöfum Stígamóta að fleiri en einn þolandi hafi leitað til samtakanna vegna sr. Friðriks. „Við höfum upplýsingar um að það séu fleiri en einn. En það er ekkert yfirlit eða tölfræði,“ segir Drífa. Hún segir að þegar svona mál komi upp í umræðuna þá geti það haft þær afleiðingar að fleiri leita til Stígamóta en ella. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa. Mikið hefur verið fjallað um málið í dag en fjallað er um kynferðisbrot Friðriks gegn einu barni í nýrri ævisögu hans sem er skrifuð af Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi. Sr. Friðrik stofnaði KFUM, KFUK og íþróttafélögin Hauka og Val. KFUM sendi frá sér yfirlýsingu um málið í dag þar sem þau sögðust ekki vilja breiða yfir sannleikann eða söguna. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Valur Haukar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira