„Þetta reddast“ bara ekkert alltaf Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 26. október 2023 19:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun