Hafa ekki valið enskt heiti fyrir Kerið Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 07:00 Ásgeir Baldurs ásamt ferðamönnum við Kerið. Vísir/Vilhelm „Við erum mjög ánægðir með að hafa náð að klára þessi viðskipti og erum mjög spenntir fyrir því að taka við þessum stað og reyna að varðveita hann og byggja upp sem öflugan ferðamannastað,“ segir forstjóri Arctic adventures um kaup á Kerinu. Kaupverðið er trúnaðarmál og Kerinu hefur ekki verið fundið nýtt nafn. Gríðarlega athygli vakti á dögunum þegar tilkynnt var um kaup ferðaþjónusturisans Arctic adventures á öllu hlutafé Kerfélagsins, sem á náttúruperluna Kerið í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í tilkynningu þess efnis sagði að seljendurnir, Óskar Magnússon, Ásgeir Bolli Kristinsson, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, hafi talið að nú væri góður tími til þess að láta staðar numið svo nýir eigendur geti byggt upp til frambúðar eftir sínum hugmyndum. Uppbygging borgi sig vonandi sjálf Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic adventures, segir í samtali við Vísi að stígar séu í kringum Kerið og að stefnt sé að því að halda þeim við og betrumbæta. Hvað varðar frekari uppbyggingu liggi fyrir deiliskipulag sem geri ráð fyrir byggingu þjónustuhúss. „Ég geri ráð fyrir því að við munum fá tilfinningu fyrir svæðinu og svo fara að huga að uppbyggingu þar sem við getum verið með betri aðstöðu, salerniaðstöðu og kannski einhverja þjónustu á svæðinu. Sem myndi vera til bóta fyrir allan þann fjölda sem þarna kemur.“ Þá segir hann að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hækkun aðgangseyris að Kerinu. Hann hafi verið hóflegur hingað til og verði það að öllum líkindum áfram. Ásgeir tekur við tíkalli sem hann fékk fyrir að skila sígarettustubbi. Bændurnir á Miðengi hafa lengi séð um daglegan rekstur Kersins og munu gera það áfram.Vísir/Vilhelm „Við gerum líka ráð fyrir því að með því að byggja upp aðstöðu þá ættu að koma tekjur af því jafnframt. Þannig að við horfum líka á það til að standa undir þeim kostnaði sem slík uppbygging myndi kosta.“ Góð reynsla af svipuðum rekstri Arctic adventures hefur reynslu af rekstri utan um náttúruperlur. Fyrirtækið rekur heldur úti ferðaþjónustu í Raufarhólshelli í Þrengslunum, sem kallaður er Lava tunnel á ensku, og býður upp á leiðsögn um ísgöng í Langjökli, undir heitinu Into the glacier. Ásgeir segir að góð reynsla hafi fengist af því tvennu. Þá útiloki fyrirtækið ekki að álíka leiðsögn verði í boði í Kerinu og nágrenni. Þó verði þjónustan þar óbreytt fyrst um sinn. Ásgeir segir áherslu verða lagða á umhverfisvernd í Kerinu og nágrenni. Hér sést hann beygja sig á eftir sígarettustubb.Vísir/Vilhelm Vinnsluheitið er „the Crater“ Líkt og heiti hinna staðanna tveggja bera með sér, nýtir Arctic adventures sér ensk heiti á náttúruperlum til markaðssetningar gagnvart erlendum ferðamönnum. Eruð þið með gott ferðamannanafn í huga? „Við höfum svolítið verið að vandræðast með það hvort þetta sé Kerið eða the Crater. Kerið er frábært nafn en við eigum eftir að læra inn á það hvað útlendingarnir nota yfir þetta. Kannski verðum við með nafnatillagnakeppni um hvað erlenda heitið á að vera. Það er the Crater sem er notað í dag, en allar tillögur eru vel þegnar. Að óbreyttu verði nafnið þó the Crater áfram. Kerið er fallegt. En hvað eiga erlendir ferðamenn að kalla það? Vísir/Vilhelm Ekkert formlegt söluferli Ásgeir segir að Kerið hafi ekki verið sett í formlegt söluferli. „Þetta kom upp í samtölum manna á milli og kviknaði sem einhver hugmynd um að menn ættu að ræða þennan möguleika. Við í ferðaþjónustu og þeir búnir að standa í þessu nokkuð lengi og töldu að það væri komið að tímamótum.' Þeir Óskar, Bolli, Sigurður Gísli og Jón áttu Kerið í 23 ár. Óskar, sem hefur alla tíð verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, sagði á Facebook nýlega að þeir hefðu ákveðið að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi. Ásgeir segir að um sé að ræða nokkra fjárfestingu fyrir fyrirtækið en að kaupverðið sé trúnaðarmál. Óskar Magnússon sagði frá því í Dagmálum fyrir tveimur árum að á sínum tíma hafi kaupverðið verið tíu milljónir króna. Á verðlagi dagsins er það um þrjátíu milljónir króna. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Gríðarlega athygli vakti á dögunum þegar tilkynnt var um kaup ferðaþjónusturisans Arctic adventures á öllu hlutafé Kerfélagsins, sem á náttúruperluna Kerið í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í tilkynningu þess efnis sagði að seljendurnir, Óskar Magnússon, Ásgeir Bolli Kristinsson, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, hafi talið að nú væri góður tími til þess að láta staðar numið svo nýir eigendur geti byggt upp til frambúðar eftir sínum hugmyndum. Uppbygging borgi sig vonandi sjálf Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic adventures, segir í samtali við Vísi að stígar séu í kringum Kerið og að stefnt sé að því að halda þeim við og betrumbæta. Hvað varðar frekari uppbyggingu liggi fyrir deiliskipulag sem geri ráð fyrir byggingu þjónustuhúss. „Ég geri ráð fyrir því að við munum fá tilfinningu fyrir svæðinu og svo fara að huga að uppbyggingu þar sem við getum verið með betri aðstöðu, salerniaðstöðu og kannski einhverja þjónustu á svæðinu. Sem myndi vera til bóta fyrir allan þann fjölda sem þarna kemur.“ Þá segir hann að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hækkun aðgangseyris að Kerinu. Hann hafi verið hóflegur hingað til og verði það að öllum líkindum áfram. Ásgeir tekur við tíkalli sem hann fékk fyrir að skila sígarettustubbi. Bændurnir á Miðengi hafa lengi séð um daglegan rekstur Kersins og munu gera það áfram.Vísir/Vilhelm „Við gerum líka ráð fyrir því að með því að byggja upp aðstöðu þá ættu að koma tekjur af því jafnframt. Þannig að við horfum líka á það til að standa undir þeim kostnaði sem slík uppbygging myndi kosta.“ Góð reynsla af svipuðum rekstri Arctic adventures hefur reynslu af rekstri utan um náttúruperlur. Fyrirtækið rekur heldur úti ferðaþjónustu í Raufarhólshelli í Þrengslunum, sem kallaður er Lava tunnel á ensku, og býður upp á leiðsögn um ísgöng í Langjökli, undir heitinu Into the glacier. Ásgeir segir að góð reynsla hafi fengist af því tvennu. Þá útiloki fyrirtækið ekki að álíka leiðsögn verði í boði í Kerinu og nágrenni. Þó verði þjónustan þar óbreytt fyrst um sinn. Ásgeir segir áherslu verða lagða á umhverfisvernd í Kerinu og nágrenni. Hér sést hann beygja sig á eftir sígarettustubb.Vísir/Vilhelm Vinnsluheitið er „the Crater“ Líkt og heiti hinna staðanna tveggja bera með sér, nýtir Arctic adventures sér ensk heiti á náttúruperlum til markaðssetningar gagnvart erlendum ferðamönnum. Eruð þið með gott ferðamannanafn í huga? „Við höfum svolítið verið að vandræðast með það hvort þetta sé Kerið eða the Crater. Kerið er frábært nafn en við eigum eftir að læra inn á það hvað útlendingarnir nota yfir þetta. Kannski verðum við með nafnatillagnakeppni um hvað erlenda heitið á að vera. Það er the Crater sem er notað í dag, en allar tillögur eru vel þegnar. Að óbreyttu verði nafnið þó the Crater áfram. Kerið er fallegt. En hvað eiga erlendir ferðamenn að kalla það? Vísir/Vilhelm Ekkert formlegt söluferli Ásgeir segir að Kerið hafi ekki verið sett í formlegt söluferli. „Þetta kom upp í samtölum manna á milli og kviknaði sem einhver hugmynd um að menn ættu að ræða þennan möguleika. Við í ferðaþjónustu og þeir búnir að standa í þessu nokkuð lengi og töldu að það væri komið að tímamótum.' Þeir Óskar, Bolli, Sigurður Gísli og Jón áttu Kerið í 23 ár. Óskar, sem hefur alla tíð verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, sagði á Facebook nýlega að þeir hefðu ákveðið að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi. Ásgeir segir að um sé að ræða nokkra fjárfestingu fyrir fyrirtækið en að kaupverðið sé trúnaðarmál. Óskar Magnússon sagði frá því í Dagmálum fyrir tveimur árum að á sínum tíma hafi kaupverðið verið tíu milljónir króna. Á verðlagi dagsins er það um þrjátíu milljónir króna.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira