Ísraelar samþykkja að bíða með innrás Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 17:05 Ísraelskir hermenn skjóta sprengikúlum á Gasaströndina. AP/Tsafrir Abayov Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal vinna Bandaríkjamenn að því að koma fjölda loftvarnarkerfa til Mið-Austurlanda til að verja bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi, Kúveit, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta hefur WSJ eftir bandarískum embættismönnum og fólki sem sagt er þekkja til ætlana Ísraela. Frá því stríðið milli Hamas-samtakanna og Ísraela hófst með mannskæðum og hrottalegum árásum Hamas-liða á suðurhluta Ísraels, hafa að minnsta kosti þrettán árásir verið gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak og í Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum og eldflaugum og eru rúmlega þrjátíu hermenn sagðir hafa særst lítillega. Ráðamenn í Bandaríkjunum búast við því að þessum árásum muni fjölga með innrás Ísraela á Gasaströndina. Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2005. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, hafa um 6.500 Palestínumenn fallið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina. Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangakerfi. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal vinna Bandaríkjamenn að því að koma fjölda loftvarnarkerfa til Mið-Austurlanda til að verja bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi, Kúveit, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta hefur WSJ eftir bandarískum embættismönnum og fólki sem sagt er þekkja til ætlana Ísraela. Frá því stríðið milli Hamas-samtakanna og Ísraela hófst með mannskæðum og hrottalegum árásum Hamas-liða á suðurhluta Ísraels, hafa að minnsta kosti þrettán árásir verið gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak og í Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum og eldflaugum og eru rúmlega þrjátíu hermenn sagðir hafa særst lítillega. Ráðamenn í Bandaríkjunum búast við því að þessum árásum muni fjölga með innrás Ísraela á Gasaströndina. Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2005. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, hafa um 6.500 Palestínumenn fallið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina. Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangakerfi.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05
Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15