Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 11:28 Barnaherbergi í Nir Oz samfélaginu eftir árás Hamas-liða. Fjórðungur íbúa var myrtur eða þeim rænt. AP/Francisco Seco Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael. Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira