Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 10:20 Tölvugerð mynd sýnir farþegaferju sigla um göngin. Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. Þetta þýðir þó ekki að göngin séu komin á beinu brautina. Sá varnagli er sleginn í fréttatilkynningu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins að tilboð berist innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið markaði árið 2021, upp á ríflega fimm milljarða norskra króna, á verðlagi ársins 2024, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fáist ekkert tilboð frá hæfum bjóðanda innan þess ramma þarf að bera málið aftur undir Stórþingið en þar hafa margir þingmenn verulegar efasemdir um verkefnið. Svona sjá menn fyrir sér að göngin verði að innanverðu. Meðfram bakkanum verður 3,5 metra breið flóttaleið sem einnig gefur færi á viðhaldsvinnu.KYSTVERKET/SNØHETTA/PLOMP Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Þau eiga að verða nægilega stór fyrir farþegaskip Hurtigruten og Kystruten og stefnt að opnun árið 2030. Megintilgangurinn er að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá veðravíti og svæsinni röst á siglingaleiðinni utan við Stað sunnan Álasunds. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 130 milljónum norskra króna, um 1.600 milljónum íslenskra, til forvinnu og framkvæmdar útboðsins árið 2024. Meðal annars er fyrirhugað að verktakar sem valdir verða í forvali fái greitt upp í þann kostnað sem fylgir tilboðsgerð. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.STAD SKIPSTUNNEL Siglingastofnunin norska hefur þegar auglýst samkeppnisútboð um ráðgjöf vegna skipaganganna, verkefni sem metið er 30 til 90 milljónir norskra króna, eða yfir 1,1 milljarð íslenskra. Sá sem hreppir þann samning yrði tæknilegur ráðgjafi í öllu ferlinu þar til göngin verða fullbyggð, allt frá útboði til lokafrágangs. Ráðgjafarfyrirtækið myndi aðstoða við verkfræðivinnu innan allra nauðsynlegra tæknigreina. „Við erum að upplifa mikinn áhuga á fyrstu skipagöngum heims. Þetta er stórkostlegt verkefni, bæði á norskan og alþjóðlegan mælikvarða, þannig að við gerum ráð fyrir að það séu nokkuð mörg ráðgjafafyrirtæki sem vilja leggja þessu lið,“ er haft eftir Terje Skjeppestad, verkefnisstjóra skipaganganna, í fréttatilkynningu Kystverket. Fyrir sjö árum sýndi Stöð 2 frétt þar sem skipstjórar prófuðu göngin í siglingahermi: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Þetta þýðir þó ekki að göngin séu komin á beinu brautina. Sá varnagli er sleginn í fréttatilkynningu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins að tilboð berist innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið markaði árið 2021, upp á ríflega fimm milljarða norskra króna, á verðlagi ársins 2024, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fáist ekkert tilboð frá hæfum bjóðanda innan þess ramma þarf að bera málið aftur undir Stórþingið en þar hafa margir þingmenn verulegar efasemdir um verkefnið. Svona sjá menn fyrir sér að göngin verði að innanverðu. Meðfram bakkanum verður 3,5 metra breið flóttaleið sem einnig gefur færi á viðhaldsvinnu.KYSTVERKET/SNØHETTA/PLOMP Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Þau eiga að verða nægilega stór fyrir farþegaskip Hurtigruten og Kystruten og stefnt að opnun árið 2030. Megintilgangurinn er að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá veðravíti og svæsinni röst á siglingaleiðinni utan við Stað sunnan Álasunds. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 130 milljónum norskra króna, um 1.600 milljónum íslenskra, til forvinnu og framkvæmdar útboðsins árið 2024. Meðal annars er fyrirhugað að verktakar sem valdir verða í forvali fái greitt upp í þann kostnað sem fylgir tilboðsgerð. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.STAD SKIPSTUNNEL Siglingastofnunin norska hefur þegar auglýst samkeppnisútboð um ráðgjöf vegna skipaganganna, verkefni sem metið er 30 til 90 milljónir norskra króna, eða yfir 1,1 milljarð íslenskra. Sá sem hreppir þann samning yrði tæknilegur ráðgjafi í öllu ferlinu þar til göngin verða fullbyggð, allt frá útboði til lokafrágangs. Ráðgjafarfyrirtækið myndi aðstoða við verkfræðivinnu innan allra nauðsynlegra tæknigreina. „Við erum að upplifa mikinn áhuga á fyrstu skipagöngum heims. Þetta er stórkostlegt verkefni, bæði á norskan og alþjóðlegan mælikvarða, þannig að við gerum ráð fyrir að það séu nokkuð mörg ráðgjafafyrirtæki sem vilja leggja þessu lið,“ er haft eftir Terje Skjeppestad, verkefnisstjóra skipaganganna, í fréttatilkynningu Kystverket. Fyrir sjö árum sýndi Stöð 2 frétt þar sem skipstjórar prófuðu göngin í siglingahermi:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44
Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00
Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30