Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2023 15:43 Útlit er fyrir að sprengibrot eða annarskonar brak hafi verið fjarlægt af vettvangi eftir sprenginguna. Talsmaður Hamas segir sprengjubrotin hafa gufað upp. AP/Abed Khaled Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. Hamas-liðar vilja þar að auki ekki útskýra hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að um fimm hundruð óbreyttir borgarar hefðu fallið í sprengingunni. Í frétt New York Times er rifjað upp að innan við klukkustund eftir að sprengingin varð við sjúkrahúsið þann 17. október, höfðu forsvarsmenn Hamas-samtakanna lýst því yfir að Ísraelar hefðu varpað sprengju á sjúkrahúsið og minnst fimm hundruð manns hefðu fallið. Síðan þá hefur tala látinna farið í allt að 833 en endaði í 471, samkvæmt Hamas. Um morguninn kom í ljós að sprengingin hafði orðið á bílastæði við sjúkrahúsið. Sprengjubrot hvergi sjáanleg Útlit er fyrir að þegar ljósmyndara og tökumenn bar að garði um morguninn, hafi möguleg sprengjubrot eða brak úr eldflauginn sem talin er hafa fallið til jarðar verið fjarlægt. Lítill og grunnur gígur fannst á bílastæðinu og var hann umkringdur brunnum bílum. Sérfræðingar segja ólíklegt að hann hafi orðið til við loftárás, vegna þess hve lítill hann sé. Sprengjur eins og Ísraelar hafa varpað eða skotið á Gasaströndina í miklu magni skilja eftir sig ummerki. Besta leiðin til að bera kennsl á þær er að finna sprengjubrot. Sprengjur eru hannaðar til að meðal annars dreifa sprengibrotum og valda þannig skaða. Þær eru ekki hannaðar til að gufa upp. Á myndefni sem tekið hefur verið við sjúkrahúsið, hafa engin ummerki um sprengjubrot sést. Blaðamenn NYT báðu um að fá að skoða vísbendingar sem bentu til árásar Ísraela en þeirri beiðni var hafnað. „Eldflaugin leystist upp eins og salt í vatni,“ sagði háttsettur meðlimur Hamas. „Hún gufaði upp. Það er ekkert eftir.“ Annar embættismaður sagði Hamas-liða ekki skylduga til að sýna brot úr öllum eldflaugum sem drepa Palestínumenn. Flest bendir til þess að að sprengingin hafi orðið vegna bilaðrar eldflaugar sem verið var að skjóta frá Gasa. Hún hafi bilað skömmu eftir flugtak, fallið til jarðar og lent á bílastæðinu við sjúkrahúsið. Eldflaugar Hamas-samtakanna eru að mestu leyti heimagerðar og úr hlutum sem finnast á Gasaströndinni, eins og ljósastaurum og vatnslögnum. Sérfræðingar segja algengt að þær bili við flugtak. Ísraelski herinn segir það hafa gerst að minnsta kosti 550 sinnum að eldflaug frá Gasaströndinni bilar og fellur til jarðar þar. Since Oct 7, the IDF has identified about 550 failed launches fired by Hamas that landed inside Gaza.The Hamas terrorist organization launches rockets from civilian infrastructure, areas and buildings in Gaza, injuring their own civilians. pic.twitter.com/qDmiKGD0bx— Israel Defense Forces (@IDF) October 21, 2023 Deila einnig um mannfall Burtséð frá því hver ber ábyrgð á sprengingunni við sjúkrahúsið, er ljóst að linnulausar loftárásir Ísraela hafa lagt heilu hverfin í rúst, stökkt hundruðum þúsunda á flótta og banað þúsundum. Þá hafa Ísraelar, þar til fyrir skömmu, meinað sendingar neyðaraðstoðar til Gasa. Þessi sprengingin leiddi þó til umfangsmikilla mótmæla gegn Ísraelum og Bandaríkjamönnum og leiddi til þess að stjórnendur nokkurra Arabaríkja neituðu að funda með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, degi eftir sprenginguna. Talsmenn Hamas-samtakanna, sem hafa stjórnað Gasaströndinni frá 2005, segja rúmlega 4.300 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraela frá 7. október og að um fjörutíu prósent þeirra hafi verið börn. Ísraelar segja Hamas-liða skýla sér bakvið óbreytta borgara. Þeir skjóti eldflaugum frá byggðum svæðum, grafi göng undir þau og reisi bækistöðvar. Sjá einnig: Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Þetta mannfall meðal óbreyttra borgara hefur grafið undan alþjóðlegum stuðningi við Ísraela og ráðamenn í Ísrael segja það markmiðið. Ásakanir Hamas vegna sprengingarinnar við sjúkrahúsið sé liður í áróðursherferð sem ætlað sé að grafa undan réttmæti aðgerða Ísraela í kjölfar árásarinnar 7. október. Þá féllu um fjórtán hundrað manns, langflestir þeirra óbreyttir borgarar, og rúmlega tvö hundruð var rænt. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. 22. október 2023 13:51 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hamas-liðar vilja þar að auki ekki útskýra hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að um fimm hundruð óbreyttir borgarar hefðu fallið í sprengingunni. Í frétt New York Times er rifjað upp að innan við klukkustund eftir að sprengingin varð við sjúkrahúsið þann 17. október, höfðu forsvarsmenn Hamas-samtakanna lýst því yfir að Ísraelar hefðu varpað sprengju á sjúkrahúsið og minnst fimm hundruð manns hefðu fallið. Síðan þá hefur tala látinna farið í allt að 833 en endaði í 471, samkvæmt Hamas. Um morguninn kom í ljós að sprengingin hafði orðið á bílastæði við sjúkrahúsið. Sprengjubrot hvergi sjáanleg Útlit er fyrir að þegar ljósmyndara og tökumenn bar að garði um morguninn, hafi möguleg sprengjubrot eða brak úr eldflauginn sem talin er hafa fallið til jarðar verið fjarlægt. Lítill og grunnur gígur fannst á bílastæðinu og var hann umkringdur brunnum bílum. Sérfræðingar segja ólíklegt að hann hafi orðið til við loftárás, vegna þess hve lítill hann sé. Sprengjur eins og Ísraelar hafa varpað eða skotið á Gasaströndina í miklu magni skilja eftir sig ummerki. Besta leiðin til að bera kennsl á þær er að finna sprengjubrot. Sprengjur eru hannaðar til að meðal annars dreifa sprengibrotum og valda þannig skaða. Þær eru ekki hannaðar til að gufa upp. Á myndefni sem tekið hefur verið við sjúkrahúsið, hafa engin ummerki um sprengjubrot sést. Blaðamenn NYT báðu um að fá að skoða vísbendingar sem bentu til árásar Ísraela en þeirri beiðni var hafnað. „Eldflaugin leystist upp eins og salt í vatni,“ sagði háttsettur meðlimur Hamas. „Hún gufaði upp. Það er ekkert eftir.“ Annar embættismaður sagði Hamas-liða ekki skylduga til að sýna brot úr öllum eldflaugum sem drepa Palestínumenn. Flest bendir til þess að að sprengingin hafi orðið vegna bilaðrar eldflaugar sem verið var að skjóta frá Gasa. Hún hafi bilað skömmu eftir flugtak, fallið til jarðar og lent á bílastæðinu við sjúkrahúsið. Eldflaugar Hamas-samtakanna eru að mestu leyti heimagerðar og úr hlutum sem finnast á Gasaströndinni, eins og ljósastaurum og vatnslögnum. Sérfræðingar segja algengt að þær bili við flugtak. Ísraelski herinn segir það hafa gerst að minnsta kosti 550 sinnum að eldflaug frá Gasaströndinni bilar og fellur til jarðar þar. Since Oct 7, the IDF has identified about 550 failed launches fired by Hamas that landed inside Gaza.The Hamas terrorist organization launches rockets from civilian infrastructure, areas and buildings in Gaza, injuring their own civilians. pic.twitter.com/qDmiKGD0bx— Israel Defense Forces (@IDF) October 21, 2023 Deila einnig um mannfall Burtséð frá því hver ber ábyrgð á sprengingunni við sjúkrahúsið, er ljóst að linnulausar loftárásir Ísraela hafa lagt heilu hverfin í rúst, stökkt hundruðum þúsunda á flótta og banað þúsundum. Þá hafa Ísraelar, þar til fyrir skömmu, meinað sendingar neyðaraðstoðar til Gasa. Þessi sprengingin leiddi þó til umfangsmikilla mótmæla gegn Ísraelum og Bandaríkjamönnum og leiddi til þess að stjórnendur nokkurra Arabaríkja neituðu að funda með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, degi eftir sprenginguna. Talsmenn Hamas-samtakanna, sem hafa stjórnað Gasaströndinni frá 2005, segja rúmlega 4.300 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraela frá 7. október og að um fjörutíu prósent þeirra hafi verið börn. Ísraelar segja Hamas-liða skýla sér bakvið óbreytta borgara. Þeir skjóti eldflaugum frá byggðum svæðum, grafi göng undir þau og reisi bækistöðvar. Sjá einnig: Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Þetta mannfall meðal óbreyttra borgara hefur grafið undan alþjóðlegum stuðningi við Ísraela og ráðamenn í Ísrael segja það markmiðið. Ásakanir Hamas vegna sprengingarinnar við sjúkrahúsið sé liður í áróðursherferð sem ætlað sé að grafa undan réttmæti aðgerða Ísraela í kjölfar árásarinnar 7. október. Þá féllu um fjórtán hundrað manns, langflestir þeirra óbreyttir borgarar, og rúmlega tvö hundruð var rænt.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. 22. október 2023 13:51 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30
Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36
Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. 22. október 2023 13:51
Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37