Mourinho sá rautt, lét Gomez heyra það og missir af næsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 11:01 „Já ég er að tala við þig,“ gæti José Mourinho verið að segja hér. Silvia Lore/Getty Images Þrátt fyrir að vera orðinn sextugur á knattspyrnuþjálfarinn José Mourinho það til að leyfa skapi sínu að hlaupa með sig í gönur. Það gerðist síðast í gær, sunnudag, þegar lið hans vann mikilvægan sigur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Sjá meira
Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Sjá meira