„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var ekki góður. Þú sérð þetta oft eftir landsleikjahlé, ekki síst hjá okkur. Miklar breytingar á liðinu og rútína ekki til staðar. Við leyfðum þeim að spila sinn leik í fyrri hálfleik og vorum illa skipulagðir.“
„Við gerðum breytingar í hálfleik og vorum betur skipulagðir. Við héldum boltanum vel og náðum stjórn á leiknum. Við náðum að skapa okkur færi og mér fannst við verðskulda sigurinn. Og markið var líka stórglæsilegt.“
Harry Magurie átti skínandi dag í vörn United og var af mörgum talinn maður leiksins.
„Harry er að spila eins og við viljum að hann spili. Bregst við fyrirfram en ekki eftir á og er að lesa leikinn vel, bæði með og án boltans. Sendingarnar góðar. Ég er ánægður með frammistöðu hans í dag.“
Rasmus Højlund fékk óblíðar móttökur hjá varnarmönnum San Marínó í landsleik í vikunni og óttuðust margir að hann hefði ýft upp gömul meiðsli. Hann var þó mættur í byrjunarliðið í dag en ten Hag sagði að hann þyrfti að stýra álaginu á hann og hversu mikið hann spilar.
„Við þurfum að stýra því hvað hann spilar mikið. Það er vissulega samkeppni innan liðsins en það eru margir leikir framundan og við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda.“