Datt úr hárgreiðslustól og krafðist skaðabóta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 19:49 Armur á hárgreiðslustólnum brotnaði með þeim afleiðingum að konan datt í gólfið. Vísir/Vilhelm/Getty Kona sem datt úr hárgreiðslustól og slasaðist fær engar skaðabætur frá tryggingafélagi hárgreiðslustofunnar. Atvikið var talið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í dag, sneri við dómi héraðsdóms sem áður hafði dæmt konunni í vil. Héraðsdómur taldi að konan ætti rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Varanleg læknisfræðileg örorka Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Engum að kenna Eins og fyrr segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í dag, sneri við dómi héraðsdóms sem áður hafði dæmt konunni í vil. Héraðsdómur taldi að konan ætti rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Varanleg læknisfræðileg örorka Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Engum að kenna Eins og fyrr segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira