„Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. október 2023 19:11 Mörg fyrirtæki og stofnanir eru enn að velta því fyrir sér hvernig skipulaginu verði háttað á þriðjudag. Stöð 2 Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið í heild sinni. Skerða þarf þjónustu í mörgum leikskólum eða jafnvel loka þeim alveg. Það sama er uppi á teningnum í grunnskólum. Á meðan sumir skólar loka alveg hafa sumir brugðið á það ráð að biðla til foreldra að hafa börnin sín heima svo þeir sem nauðsynlega þurfi að mæta í skólann geti mætt. Það sama á við um frístundaheimilin. Aðeins bráðaerindi á heilsugæslu Þá eru mörg fyrirtæki og stofnanir enn að skipuleggja sína daga og rýna í hvort þeir geti haldið opnu eða hvort þeir þurfi að skerða þjónustu eða jafnvel loka. Fréttastofa náði tali af nokkrum einstaklingum í dag sem öll eru klár í daginn. Valý Þórsteinsdóttir hyggst fara í verkfall og segir hún manninn sinn sjá um börnin þann dag. „Ég hugsa að ég verði með stúlkuna í vinnunni fram að hádegi allavega,“ segir Klemenz Freyr. Jóhann Torfi hyggst vinna að heiman með börnin. „Það er bara allt í góðu, við styðjum þetta heilshugar.“ Ætlar að taka þátt í dagskránni Silja Rúnarsdóttir ætlar ekki að mæta til vinnu og sér fram á að taka þátt í dagskrá dagsins eins og hún leggur sig. Viggó segir samstarfskonur sínar ætla að taka þátt í deginum og að þær njóti fulls stuðnings. „Við spýtum bara í lófana og vinnum aðeins hraðar og verðum öflugri,“ segir hann. Birna Rún er í menntaskóla og ætlar að taka þátt í verkfallinu ásamt kvenkyns kennurum skólans. „Amma mín er í Hveragerði og ég ætla að fara sækja hana og við ætlum að fara á Arnarhól.“ Valdimar Þór Svavarsson segir daginn ekki verða öðruvísi en aðra að öðru leyti en því að dóttir hans sem er í grunnskóla verði heima þennan dag vegna verkfallsins. „Ég mun sinna henni alveg ofsalega vel,“ segir Valdimar glaður í bragði. Kvennaverkfall Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20. október 2023 11:47 Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 20. október 2023 10:00 Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19. október 2023 16:29 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið í heild sinni. Skerða þarf þjónustu í mörgum leikskólum eða jafnvel loka þeim alveg. Það sama er uppi á teningnum í grunnskólum. Á meðan sumir skólar loka alveg hafa sumir brugðið á það ráð að biðla til foreldra að hafa börnin sín heima svo þeir sem nauðsynlega þurfi að mæta í skólann geti mætt. Það sama á við um frístundaheimilin. Aðeins bráðaerindi á heilsugæslu Þá eru mörg fyrirtæki og stofnanir enn að skipuleggja sína daga og rýna í hvort þeir geti haldið opnu eða hvort þeir þurfi að skerða þjónustu eða jafnvel loka. Fréttastofa náði tali af nokkrum einstaklingum í dag sem öll eru klár í daginn. Valý Þórsteinsdóttir hyggst fara í verkfall og segir hún manninn sinn sjá um börnin þann dag. „Ég hugsa að ég verði með stúlkuna í vinnunni fram að hádegi allavega,“ segir Klemenz Freyr. Jóhann Torfi hyggst vinna að heiman með börnin. „Það er bara allt í góðu, við styðjum þetta heilshugar.“ Ætlar að taka þátt í dagskránni Silja Rúnarsdóttir ætlar ekki að mæta til vinnu og sér fram á að taka þátt í dagskrá dagsins eins og hún leggur sig. Viggó segir samstarfskonur sínar ætla að taka þátt í deginum og að þær njóti fulls stuðnings. „Við spýtum bara í lófana og vinnum aðeins hraðar og verðum öflugri,“ segir hann. Birna Rún er í menntaskóla og ætlar að taka þátt í verkfallinu ásamt kvenkyns kennurum skólans. „Amma mín er í Hveragerði og ég ætla að fara sækja hana og við ætlum að fara á Arnarhól.“ Valdimar Þór Svavarsson segir daginn ekki verða öðruvísi en aðra að öðru leyti en því að dóttir hans sem er í grunnskóla verði heima þennan dag vegna verkfallsins. „Ég mun sinna henni alveg ofsalega vel,“ segir Valdimar glaður í bragði.
Kvennaverkfall Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20. október 2023 11:47 Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 20. október 2023 10:00 Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19. október 2023 16:29 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50
Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20. október 2023 11:47
Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 20. október 2023 10:00
Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19. október 2023 16:29