Draumamark Diogo Dalot tryggði Manchester United sigur Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2023 21:00 Diogo Dalot fagnar marki sínu í kvöld af innlifun Vísir/Getty Manchester United vann tæpan sigur á nýliðum Sheffield United á Brammall Lane í kvöld þar sem Diego Dalot bjargaði sigrinum með glæsilegu marki á 77. mínútu. Hinir meiðslahrjáðu rauðu djöflar voru alls ekki sannfærandi í leiknum. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann gekk þeim lítið að skapa sér afgerandi færi. Scott McTominay kom United yfir á 28. mínútu en gaf heimamönnum svo víti nokkrum mínútum seinna þegar hann handlék boltann innan teigs. United voru mikið með boltann í seinni hálfleik en færin létu á sér standa. Erik ten Hag ákvað því að hrista aðeins upp í hlutunum og gerði þrefalda skiptingu á 63. mínútu og tók bæði markaskorarann McTominay af velli og framherjann Rasmus Højlund, sem enn á eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni. Skiptingin hafði góð áhrif á leik United og Eyjólfur var allur mun hressari í kjölfarið. Sigurmarkið kom svo á 77. mínútu og var af dýrari gerðinni. Diogo Dalot fékk boltann vel fyrir utan teiginn, lét vaða og boltinn söng í samskeytunum. Gjörsamlega óverjandi fyrir Foderingham í marki Sheffield. United sitja eftir leikinn í 8. sæti með 15 stig en Sheffield sitja sem fastast á botninum með eitt stig en ekkert lið hefur byrjað tímabil verr í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United vann tæpan sigur á nýliðum Sheffield United á Brammall Lane í kvöld þar sem Diego Dalot bjargaði sigrinum með glæsilegu marki á 77. mínútu. Hinir meiðslahrjáðu rauðu djöflar voru alls ekki sannfærandi í leiknum. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann gekk þeim lítið að skapa sér afgerandi færi. Scott McTominay kom United yfir á 28. mínútu en gaf heimamönnum svo víti nokkrum mínútum seinna þegar hann handlék boltann innan teigs. United voru mikið með boltann í seinni hálfleik en færin létu á sér standa. Erik ten Hag ákvað því að hrista aðeins upp í hlutunum og gerði þrefalda skiptingu á 63. mínútu og tók bæði markaskorarann McTominay af velli og framherjann Rasmus Højlund, sem enn á eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni. Skiptingin hafði góð áhrif á leik United og Eyjólfur var allur mun hressari í kjölfarið. Sigurmarkið kom svo á 77. mínútu og var af dýrari gerðinni. Diogo Dalot fékk boltann vel fyrir utan teiginn, lét vaða og boltinn söng í samskeytunum. Gjörsamlega óverjandi fyrir Foderingham í marki Sheffield. United sitja eftir leikinn í 8. sæti með 15 stig en Sheffield sitja sem fastast á botninum með eitt stig en ekkert lið hefur byrjað tímabil verr í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti