Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 07:03 Einar Gautur segir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar vekja fleiri spurningar en hún svarar. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. Þetta segir Einar Gautur í samtali við Morgunblaðið. Úrskurðanefndin komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi sóknarprests í Digranesprestakalli vegna kynferðislegrar áreitni hefði verið ólögmæt. Agnes hefði ekki haft umboð til slíkra ákvarðana, þar sem skipunartími hennar rann út áður og hún hafði ekki verið endurkjörin biskup heldur endurráðin, af undirmanni sínum. Málið er nokkuð flókið, þar sem ekki var boðað til biskupskjörs þrátt fyrir að skipunartíminn væri að renna út. Þá spila inn í lagabreytingar sem gerðu það að verkum að biskup og prestar eru ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Agnes hefur ákveðið að fara með úrskurðinn fyrir dómstóla en Einar Gautur segir hann geta haft áhrif á fleiri en Agnesi sjálfa. „Ef hún hefur vígt einhvern guðfræðing til prests og skipað hann í prestsembætti eftir að umboði Agnesar sleppti, þá er spurning hvort hann hafi nokkurn tímann orðið prestur. Ef hann hefur síðan gift fólk sem svo skilur, þá getur það haft áhrif á það hvort það fólk er talið hafa verið löglega gift, þannig að álitaefnin sem vakna út af þessu geta teygt sig víða. Úrskurðurinn vekur fleiri spurningar en svarað er,“ segir Einar Gautur. „Miðað við þennan úrskurð er staðan sú að það er ekkert að marka neinar ákvarðanir sem sr. Agnes hefur tekið eftir 1. júlí 2022 sem heyra undir vald biskups. Allar ákvarðanir sem hún tekur og biskup einn hefur vald til að taka eru markleysa miðað við þessa niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og hafa ekkert gildi. Ef við göngum út frá því að úrskurður úrskurðarnefndarinnar sé réttur, þá er enginn biskup yfir Íslandi,“ segir hann. Þess ber að geta að Einar Gautur var lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensásprestakalli, sem biskup veitti tímabundið lausn frá störfum eftir að fimm konur í prestakallinu stigu fram og ásökuðu hann um kynferðisbrot. Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þetta segir Einar Gautur í samtali við Morgunblaðið. Úrskurðanefndin komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi sóknarprests í Digranesprestakalli vegna kynferðislegrar áreitni hefði verið ólögmæt. Agnes hefði ekki haft umboð til slíkra ákvarðana, þar sem skipunartími hennar rann út áður og hún hafði ekki verið endurkjörin biskup heldur endurráðin, af undirmanni sínum. Málið er nokkuð flókið, þar sem ekki var boðað til biskupskjörs þrátt fyrir að skipunartíminn væri að renna út. Þá spila inn í lagabreytingar sem gerðu það að verkum að biskup og prestar eru ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Agnes hefur ákveðið að fara með úrskurðinn fyrir dómstóla en Einar Gautur segir hann geta haft áhrif á fleiri en Agnesi sjálfa. „Ef hún hefur vígt einhvern guðfræðing til prests og skipað hann í prestsembætti eftir að umboði Agnesar sleppti, þá er spurning hvort hann hafi nokkurn tímann orðið prestur. Ef hann hefur síðan gift fólk sem svo skilur, þá getur það haft áhrif á það hvort það fólk er talið hafa verið löglega gift, þannig að álitaefnin sem vakna út af þessu geta teygt sig víða. Úrskurðurinn vekur fleiri spurningar en svarað er,“ segir Einar Gautur. „Miðað við þennan úrskurð er staðan sú að það er ekkert að marka neinar ákvarðanir sem sr. Agnes hefur tekið eftir 1. júlí 2022 sem heyra undir vald biskups. Allar ákvarðanir sem hún tekur og biskup einn hefur vald til að taka eru markleysa miðað við þessa niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og hafa ekkert gildi. Ef við göngum út frá því að úrskurður úrskurðarnefndarinnar sé réttur, þá er enginn biskup yfir Íslandi,“ segir hann. Þess ber að geta að Einar Gautur var lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensásprestakalli, sem biskup veitti tímabundið lausn frá störfum eftir að fimm konur í prestakallinu stigu fram og ásökuðu hann um kynferðisbrot.
Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira