Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 06:32 Þetta var í annað sinn sem Biden ávarpar þjóðina frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. Getty/Jonathan Ernst Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í. Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í.
Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira