Viðskipti innlent

Festi hækkar af­komu­spá um hundruð milljóna

Árni Sæberg skrifar
Ásta Sigríður Fjeldsted er forstjóri Festi.
Ásta Sigríður Fjeldsted er forstjóri Festi. Stöð 2/Egill

Samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023 nemur hagnaður Festi, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna árið áður, sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára.

Í tilkynningu Festi til kauphallar segir að í ljósi betri afkomu á fjórðungnum en áætlanir gerðu ráð fyrir og uppfærðri spá stjórnenda fyrir fjórða ársfjórðung 2023 þá hafi EBITDA-spá félagsins fyrir árið 2023 verið hækkuð úr 9.750 – 10.250 milljónum króna í 10.400 – 10.800 milljónir króna.

Festi muni birta uppgjör sitt fyrir 3. ársfjórðung 2023 eftir lokun markaða miðvikudaginn 25. október næstkomandi. Afkomufundur fyrir markaðsaðila verði haldinn fimmtudaginn 26. október 2023 kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10 – 14 í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×