Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2023 06:49 Um það bil 150 flutningabifreiðar bíða við landamærin en 20 verður hleypt yfir til að byrja með. Getty/Mahmoud Khaled Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira