Hefur lagt ólöglega án athugasemda í 34 ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 06:46 Reykjavíkurborg segir að íbúinn hafi aldrei fengið leyfi til að leggja á lóð sinni, þrátt fyrir að hann hafi gert það í áraraðir án athugasemda. Vísir/Vilhelm Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum. Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið. Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið.
Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira