Kattakona nefndi nasista í kröfu sinni um bætur frá Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2023 15:36 Frá flugvellinum í Minneapolis og St. Paul þar sem konan fékk ekki að fara um borð. Unsplash.com Viðskiptavinur Icelandair sem ætlaði að ferðast með kött yfir Atlantshafið fær engar skaðabætur eftir að hafa verið hafnað að ferðast með dýrið. Viðskiptavinurinn ávarpaði fulltrúa Samgöngustofu sem nasista. Það var í nóvember 2022 sem konan hugðist fljúga með Icelandair frá Minneapolis til Kaupmannahafnar með millilendingu í Keflavík. Konunni var neitað um far með Icelandair þar sem hún var með kött meðferðis en ekki nauðsynleg ferðagögn til að ferðast með dýrið. Konan innritaði sig á réttum tíma en tók í framhaldinu fram að hún væri með hjálpardýr með sér. Hún faldi dýrið undir teppi. Starfsmaður Icelandair bað um að fá að sjá dýrið og gögn frá Matvælastofnun sem ferðalöngum ber að útvega sér fyrir ferðalög með dýr. „Halló nasisti“ Konan vildi ekki sýna köttinn, sagðist ætla að ná í gögnin en fór beint á hliðið. Hún hringdi þó inn til að spyrja um reglur varðandi að ferðast með kött og var tjáð að köttum væri ekki hleypt um borð sem hjálpardýr. Fór svo að henni var meinaður aðgangur um borð og flugvélin fór í loftið án hennar. Hún krafðist bóta og í hönd fóru bréfaskriftir hennar og Icelandair til Samgöngustofu sem kveður upp úrskurði í bótamálum sem þessum. Í svari konunnar til Samgöngustofu hefur hún bréf sitt á orðunum: „Hello Nazi“ eða „Halló nasisti“ upp á íslensku. Í bréfi sínu sagðist hún hafa nefnt dýrið í símtali, látið vita af fötlun sinni og beðið um að dýrinu yrði bætt við bókun. Það væru takmörk á því hversu mikillar pappírsvinnu væri hægt að krefjast af viðskiptavinum við flugbókun. Það hefði verið klúður flugfélagsins að hlusta ekki betur á viðskiptavininn og ganga frá bókun með réttum hætti. Var ekki með leyfi Í áliti Samgöngustofu kemur fram að fyrir liggi að konan gat ekki framvísað nauðsynlegu leyfi frá Matvælastofnun þegar hún vildi fara um borð í flugvélina. Á upplýsingasíðu Icelandair komi fram að óheimilt sé að ferðast með dýr frá Bandaríkjunum til Evrópu með millilendingu í Keflavík án slíks leyfis. Umrædd neitun á fari sé réttmæt í ljós samningsskilamál Icelandair þar sem tiltekið er að það sé á ábyrgð farþega að afla upplýsinga um og hafa meðferðis nauðsynleg ferðaögn, áritanir og ferðaheimildir. Var kröfunni um skaðabætur og endurgreiðslu á útlögðum kostnaði því hafnað. Tengd skjöl ÚrskurðurSamgöngustofuKötturPDF155KBSækja skjal Icelandair Dýr Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Gæludýr Kettir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Það var í nóvember 2022 sem konan hugðist fljúga með Icelandair frá Minneapolis til Kaupmannahafnar með millilendingu í Keflavík. Konunni var neitað um far með Icelandair þar sem hún var með kött meðferðis en ekki nauðsynleg ferðagögn til að ferðast með dýrið. Konan innritaði sig á réttum tíma en tók í framhaldinu fram að hún væri með hjálpardýr með sér. Hún faldi dýrið undir teppi. Starfsmaður Icelandair bað um að fá að sjá dýrið og gögn frá Matvælastofnun sem ferðalöngum ber að útvega sér fyrir ferðalög með dýr. „Halló nasisti“ Konan vildi ekki sýna köttinn, sagðist ætla að ná í gögnin en fór beint á hliðið. Hún hringdi þó inn til að spyrja um reglur varðandi að ferðast með kött og var tjáð að köttum væri ekki hleypt um borð sem hjálpardýr. Fór svo að henni var meinaður aðgangur um borð og flugvélin fór í loftið án hennar. Hún krafðist bóta og í hönd fóru bréfaskriftir hennar og Icelandair til Samgöngustofu sem kveður upp úrskurði í bótamálum sem þessum. Í svari konunnar til Samgöngustofu hefur hún bréf sitt á orðunum: „Hello Nazi“ eða „Halló nasisti“ upp á íslensku. Í bréfi sínu sagðist hún hafa nefnt dýrið í símtali, látið vita af fötlun sinni og beðið um að dýrinu yrði bætt við bókun. Það væru takmörk á því hversu mikillar pappírsvinnu væri hægt að krefjast af viðskiptavinum við flugbókun. Það hefði verið klúður flugfélagsins að hlusta ekki betur á viðskiptavininn og ganga frá bókun með réttum hætti. Var ekki með leyfi Í áliti Samgöngustofu kemur fram að fyrir liggi að konan gat ekki framvísað nauðsynlegu leyfi frá Matvælastofnun þegar hún vildi fara um borð í flugvélina. Á upplýsingasíðu Icelandair komi fram að óheimilt sé að ferðast með dýr frá Bandaríkjunum til Evrópu með millilendingu í Keflavík án slíks leyfis. Umrædd neitun á fari sé réttmæt í ljós samningsskilamál Icelandair þar sem tiltekið er að það sé á ábyrgð farþega að afla upplýsinga um og hafa meðferðis nauðsynleg ferðaögn, áritanir og ferðaheimildir. Var kröfunni um skaðabætur og endurgreiðslu á útlögðum kostnaði því hafnað. Tengd skjöl ÚrskurðurSamgöngustofuKötturPDF155KBSækja skjal
Icelandair Dýr Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Gæludýr Kettir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira