Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. október 2023 08:32 Leitað í rústum húss á Gasaströndinni eftir loftárásir í dag. AP/Hatem Moussa Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu. Ísraelsher boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem greint var frá þessu en talsmaðurinn Daniel Hagari sagði málið hafa verið gaumgæft innan hersins og að engar eldflaugar á vegum hans hefðu getað lent á sjúkrahúsinu. Þá hefur utanríkisráðuneyti Ísrael birt myndskeið frá Al Jazeera sem er sagt sýna það þegar eldflauginni var skotið á loft og hvernig sprenging varð við sjúkrahúsið strax í kjölfarið. Ráðuneytið hefur einnig birt upptökur af samtali Hamas-liða, þar sem þeir ræða að um hafi verið að ræða slysaskot. Enn er óljóst hversu margir létust og slösuðust í sprengingunni. Lík þeirra sem létust við al Ahli Arab sjúkrahúsið í gærkvöldi.AP/Abed Khaled Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar nú með herráði Ísraels í Tel Aviv. Við komuna til landsins í morgun ítrekaði hann enn og aftur afdráttarlausan stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsmenn og virðist jafnframt taka undir staðhæfingar um að „hinn aðilinn“ hefði átt sök á harmleiknum í gær. Biden er engu að síður sagður munu eiga opinskátt samtal við Netanyahu um stöðu mála og framhaldið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Ísraelsher boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem greint var frá þessu en talsmaðurinn Daniel Hagari sagði málið hafa verið gaumgæft innan hersins og að engar eldflaugar á vegum hans hefðu getað lent á sjúkrahúsinu. Þá hefur utanríkisráðuneyti Ísrael birt myndskeið frá Al Jazeera sem er sagt sýna það þegar eldflauginni var skotið á loft og hvernig sprenging varð við sjúkrahúsið strax í kjölfarið. Ráðuneytið hefur einnig birt upptökur af samtali Hamas-liða, þar sem þeir ræða að um hafi verið að ræða slysaskot. Enn er óljóst hversu margir létust og slösuðust í sprengingunni. Lík þeirra sem létust við al Ahli Arab sjúkrahúsið í gærkvöldi.AP/Abed Khaled Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar nú með herráði Ísraels í Tel Aviv. Við komuna til landsins í morgun ítrekaði hann enn og aftur afdráttarlausan stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsmenn og virðist jafnframt taka undir staðhæfingar um að „hinn aðilinn“ hefði átt sök á harmleiknum í gær. Biden er engu að síður sagður munu eiga opinskátt samtal við Netanyahu um stöðu mála og framhaldið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira