Algjör geðshræring á Twitter er San Marínó jafnaði gegn Dönum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. október 2023 07:00 Leikmenn San Marínó leyfðu sér að fagna vel og innilega er liðið jafnaði gegn Dönum í gær. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Landslið San Marínó er líklega síst þekkt fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum, enda situr liðið sem fastast í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega mörgum á óvart er liðið jafnaði metin gegn Dönum í undankeppni EM 2024 í gærkvöldi. San Marínó hefur aðeins unnið einn landsleik frá upphafi, en sá sigur kom í vináttulandsleik gegn Liechtenstein árið 2004. Liðið á því enn eftir að vinna keppnisleik. Á Wikipedia-síðu liðsins er stuttur listi sem telur saman alla þá leiki sem San Marínó hefur leikið án þess að tapa og eru þeir leikir aðeins níu talsins. Hér má sjá þá níu leiki San Marínó í sögunni sem ekki hafa endað með tapi.Skjáskot/Wikipedia Það var því ljóst að liðið sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA myndi líklega eiga í vandræðum með Dani er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2024 í gær kvöldi. Danir sitja í 18. sæti styrkleikalistans og höfðu þegar tryggt sér sæti á EM, en San Marínó sat á botni riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-24. Danir voru heldur lengi í gang gegn San Marínó í gær og liðið náði ekki forystunni fyrr en á 42. mínútu þegar Rasmus Højlund kom boltanum í netið. Alessandro Golinucci jafnaði þó metin fyrir San Marínó eftir um klukkutíma leik og á vinsælum stuðningsmannareikningi liðsins á X, áður Twitter, ætlaði allt um koll að keyra eins og sjá má hér fyrir neðan. OMGOMGOMGOGMFMFOFNSIAODMELSURBWOLANDKDKCMRKDKDNDSNOSPWELEM— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED AND WE EQUALIZED AGAINST FUCKING DENMARK— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 OH MY FUCKING GOD I LOVE YOU ALESSANDRO ALESSANDRO YOU GOAT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ITS STILL POSSIBLE TO GET A RESULT AGAINST THE NUMBER 18 OF THE WORLD— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED A FUCKING GOAL I STILL CANT BELIEVE IT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Gleðin var þó ekki langlíf því aðeins tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Yussuf Poulsen Dönum yfir á nýjan leik og tryggði liðinu 1-2 sigur. Stuðningsmaður San Marínó sem stendur á bakvið reikninginn gat þó ekki annað en verið stoltur af sínum mönnum. 69’ Fuck.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 90+’ Denmark with a time wasting substitution in extra time. What a night.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ⏱️FT: WHAT. A. TEAM. WE SCORED A GOAL.I have never been so proud of our lads. They were so confident and daring against the number 18 of the world. Every match we are closer to our first competitive win. I fucking love this team till I die. Forza Titani! 🇸🇲🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Eins og við var að búast endaði San Marínó þó í neðsta sæti H-riðils, án stiga. Liðið fagnar því þó líklega vel og innilega að hafa skorað eitt mark í leikjunum átta sem San Marínó lék í riðlinum, enda kom markið gegn Dönum sem sitja í 18. sæti heimslista FIFA, 189 sætum ofar en San Marínó. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
San Marínó hefur aðeins unnið einn landsleik frá upphafi, en sá sigur kom í vináttulandsleik gegn Liechtenstein árið 2004. Liðið á því enn eftir að vinna keppnisleik. Á Wikipedia-síðu liðsins er stuttur listi sem telur saman alla þá leiki sem San Marínó hefur leikið án þess að tapa og eru þeir leikir aðeins níu talsins. Hér má sjá þá níu leiki San Marínó í sögunni sem ekki hafa endað með tapi.Skjáskot/Wikipedia Það var því ljóst að liðið sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA myndi líklega eiga í vandræðum með Dani er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2024 í gær kvöldi. Danir sitja í 18. sæti styrkleikalistans og höfðu þegar tryggt sér sæti á EM, en San Marínó sat á botni riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-24. Danir voru heldur lengi í gang gegn San Marínó í gær og liðið náði ekki forystunni fyrr en á 42. mínútu þegar Rasmus Højlund kom boltanum í netið. Alessandro Golinucci jafnaði þó metin fyrir San Marínó eftir um klukkutíma leik og á vinsælum stuðningsmannareikningi liðsins á X, áður Twitter, ætlaði allt um koll að keyra eins og sjá má hér fyrir neðan. OMGOMGOMGOGMFMFOFNSIAODMELSURBWOLANDKDKCMRKDKDNDSNOSPWELEM— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED AND WE EQUALIZED AGAINST FUCKING DENMARK— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 OH MY FUCKING GOD I LOVE YOU ALESSANDRO ALESSANDRO YOU GOAT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ITS STILL POSSIBLE TO GET A RESULT AGAINST THE NUMBER 18 OF THE WORLD— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED A FUCKING GOAL I STILL CANT BELIEVE IT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Gleðin var þó ekki langlíf því aðeins tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Yussuf Poulsen Dönum yfir á nýjan leik og tryggði liðinu 1-2 sigur. Stuðningsmaður San Marínó sem stendur á bakvið reikninginn gat þó ekki annað en verið stoltur af sínum mönnum. 69’ Fuck.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 90+’ Denmark with a time wasting substitution in extra time. What a night.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ⏱️FT: WHAT. A. TEAM. WE SCORED A GOAL.I have never been so proud of our lads. They were so confident and daring against the number 18 of the world. Every match we are closer to our first competitive win. I fucking love this team till I die. Forza Titani! 🇸🇲🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Eins og við var að búast endaði San Marínó þó í neðsta sæti H-riðils, án stiga. Liðið fagnar því þó líklega vel og innilega að hafa skorað eitt mark í leikjunum átta sem San Marínó lék í riðlinum, enda kom markið gegn Dönum sem sitja í 18. sæti heimslista FIFA, 189 sætum ofar en San Marínó.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira