Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 18. október 2023 08:00 Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? Á suman hátt allt of flókið. Ein birtingarmynd þessa flækjustigs er orðanotkunin í úrgangsþríhyrningnum svokallaða. Hann segir í einföldu máli fyrir um hvernig eigi að forgangsraða því hvernig rusl er meðhöndlað. Úrgangsþríhyrningurinn Fyrsta þrepið í úrgangsþríhyrningnum eru úrgangsforvarnir – eða það að sleppa því að skapa rusl – yfirleitt með því að draga úr innkaupum. SORPA er mikill aðdáandi úrgangsforvarna. Nú verður þetta flókið því öll næstu þrep úrgangsþríhyrningsins byrja á endur-eitthvað. Endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting. Þessi þrjú hugtök hafa ólíka merkingu. Byrjum á endurnotkun. Endurnot Endurnotkun er sem dæmi þegar Sigríður hættir að nota skóna sína og gefur Guðríði þá og Guðríður notar þá í staðinn fyrir að kaupa nýja skó, eða þegar þú kaupir þér stól í Góða hirðinum. Þarna haldast hlutir í hringrásinni og þjóna áfram þeim tilgangi sem þeim var í upphafi ætlað. Um 3% – um 7 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi fara í endurnot. Endurvinnsla Hugtakið endurvinnsla hefur til þessa verið samheiti fyrir allskonar sem er gert við rusl, annað en að urða það. Það er ekki gott, því endurvinnsla hefur ákveðna merkingu: Ef hlutur er þess eðlis að ekki er hægt eða ákjósanlegt að nota hann áfram í þeim tilgangi sem hann var framleiddur er stundum hægt að endurvinna hann. Áldósir undan drykkjum eru gott dæmi um þetta. Áldós sem er komið í endurvinnslu er brædd og álið úr henni notað aftur í einhverja aðra álvöru. Kannski bílhurð. Kannski nýja áldós. Forsenda þess að SORPA geti komið hlutum í endurvinnslu er að þeir séu rétt flokkaðir við heimili. Við sjáum síðan um að koma þeim í réttan farveg þar sem þau eru unnin áfram í samræmi við þær kröfur sem við gerum til okkar samstarfsaðila. Um 29% – um 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi eru send í endurvinnslu. Það þýðir þó ekki endilega að allt sem er sent til endurvinnslu sé endurunnið. Ástæða þess er yfirleitt eðli þess efnis sem um ræðir, en við förum nánar í það síðar. Endurnýting Endurnýting á sér stað þegar ekki er hægt eða ákjósanlegt að endurnota eða endurvinna hlut. Gott dæmi um þetta er þegar blandað rusl, til dæmis bleyja eða ryksugupoki, er brennt til að framleiða orku. Að brenna það rusl sem er ekki hægt að endurnota eða endurvinna – annað hvort vegna þess að það var ekki framleitt með endurnotkun eða endurvinnslu í huga, eða þá að það endaði í rangri tunnu þrátt fyrir að vera endurvinnanlegt – telst vera endurnýting ef þú framleiðir orku úr því. Um 39% – 93 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma til SORPU á hverjum degi fara í endurnýtingu. Förgun Förgun á rusli felur í sér að því er komið fyrir kattarnef á gamla mátann og ekkert gert til að reyna að vinna úr því verðmæti. Dæmi um þetta er gamli urðunarhaugurinn í Gufunesi þar sem allskonar óþverri var losaður og bara mokað yfir eða þegar rusl er brennt á víðavangi án þess að vinna úr því orku. Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er þó skömminni skárri, þar sem úr honum er sótt metangas, en árangur af slíkri söfnun verður aldrei í líkingu við það að meðhöndla lífrænt efni eins og í GAJU. Förgun er því það versta sem þú getur gert við rusl. Um 29% – 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi er fargað. Þetta á hins vegar eftir að breytast verulega á næstu vikum og mánuðum þegar SORPA byrjar að flytja ruslið sem fer í tunnuna fyrir óflokkanlegt til brennslu. Þá hættum við að urða tugi þúsunda tonna af rusli á ári hverju og komum því í endurnýtingu, sem er skárri farvegur. Nú þegar þessi hugtök eru komin á hreint getum við hent okkur á bólakaf í efnisflokkana. Í næstu viku verður fjallað um ruslflokk sem hefur verið mikið í deiglunni undanfarna mánuði: matarleifar. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? Á suman hátt allt of flókið. Ein birtingarmynd þessa flækjustigs er orðanotkunin í úrgangsþríhyrningnum svokallaða. Hann segir í einföldu máli fyrir um hvernig eigi að forgangsraða því hvernig rusl er meðhöndlað. Úrgangsþríhyrningurinn Fyrsta þrepið í úrgangsþríhyrningnum eru úrgangsforvarnir – eða það að sleppa því að skapa rusl – yfirleitt með því að draga úr innkaupum. SORPA er mikill aðdáandi úrgangsforvarna. Nú verður þetta flókið því öll næstu þrep úrgangsþríhyrningsins byrja á endur-eitthvað. Endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting. Þessi þrjú hugtök hafa ólíka merkingu. Byrjum á endurnotkun. Endurnot Endurnotkun er sem dæmi þegar Sigríður hættir að nota skóna sína og gefur Guðríði þá og Guðríður notar þá í staðinn fyrir að kaupa nýja skó, eða þegar þú kaupir þér stól í Góða hirðinum. Þarna haldast hlutir í hringrásinni og þjóna áfram þeim tilgangi sem þeim var í upphafi ætlað. Um 3% – um 7 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi fara í endurnot. Endurvinnsla Hugtakið endurvinnsla hefur til þessa verið samheiti fyrir allskonar sem er gert við rusl, annað en að urða það. Það er ekki gott, því endurvinnsla hefur ákveðna merkingu: Ef hlutur er þess eðlis að ekki er hægt eða ákjósanlegt að nota hann áfram í þeim tilgangi sem hann var framleiddur er stundum hægt að endurvinna hann. Áldósir undan drykkjum eru gott dæmi um þetta. Áldós sem er komið í endurvinnslu er brædd og álið úr henni notað aftur í einhverja aðra álvöru. Kannski bílhurð. Kannski nýja áldós. Forsenda þess að SORPA geti komið hlutum í endurvinnslu er að þeir séu rétt flokkaðir við heimili. Við sjáum síðan um að koma þeim í réttan farveg þar sem þau eru unnin áfram í samræmi við þær kröfur sem við gerum til okkar samstarfsaðila. Um 29% – um 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi eru send í endurvinnslu. Það þýðir þó ekki endilega að allt sem er sent til endurvinnslu sé endurunnið. Ástæða þess er yfirleitt eðli þess efnis sem um ræðir, en við förum nánar í það síðar. Endurnýting Endurnýting á sér stað þegar ekki er hægt eða ákjósanlegt að endurnota eða endurvinna hlut. Gott dæmi um þetta er þegar blandað rusl, til dæmis bleyja eða ryksugupoki, er brennt til að framleiða orku. Að brenna það rusl sem er ekki hægt að endurnota eða endurvinna – annað hvort vegna þess að það var ekki framleitt með endurnotkun eða endurvinnslu í huga, eða þá að það endaði í rangri tunnu þrátt fyrir að vera endurvinnanlegt – telst vera endurnýting ef þú framleiðir orku úr því. Um 39% – 93 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma til SORPU á hverjum degi fara í endurnýtingu. Förgun Förgun á rusli felur í sér að því er komið fyrir kattarnef á gamla mátann og ekkert gert til að reyna að vinna úr því verðmæti. Dæmi um þetta er gamli urðunarhaugurinn í Gufunesi þar sem allskonar óþverri var losaður og bara mokað yfir eða þegar rusl er brennt á víðavangi án þess að vinna úr því orku. Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er þó skömminni skárri, þar sem úr honum er sótt metangas, en árangur af slíkri söfnun verður aldrei í líkingu við það að meðhöndla lífrænt efni eins og í GAJU. Förgun er því það versta sem þú getur gert við rusl. Um 29% – 70 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi er fargað. Þetta á hins vegar eftir að breytast verulega á næstu vikum og mánuðum þegar SORPA byrjar að flytja ruslið sem fer í tunnuna fyrir óflokkanlegt til brennslu. Þá hættum við að urða tugi þúsunda tonna af rusli á ári hverju og komum því í endurnýtingu, sem er skárri farvegur. Nú þegar þessi hugtök eru komin á hreint getum við hent okkur á bólakaf í efnisflokkana. Í næstu viku verður fjallað um ruslflokk sem hefur verið mikið í deiglunni undanfarna mánuði: matarleifar. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar