Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 13:39 Þórdís Kolbrún afhendir Bjarna aðgangskort að utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira