Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 13:39 Þórdís Kolbrún afhendir Bjarna aðgangskort að utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira