Aron Einar: Gylfi bætir æfingar og allt í kringum landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 13:31 Aron Einar Gunnarsson mætti á síðasta blaðamannafund fyrir leik fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. S2 Sport Aron Einar Gunnarsson verður aftur fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Liechtenstein í kvöld en hann mætti fyrir hönd íslenska liðsins á blaðamannafund í gær. Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira