Utan vallar: Fær íslenska þjóðin nostalgíukvöld í Laugardalnum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna saman marki með íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum. Vísir/Vilhelm Eitt það mest spennandi við landsleik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld er kannski það hvað verður hlutverk Gylfa Þórs Sigurðssonar í leiknum. Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira