Þriggja barna móðir berst við kerfið eftir banaslys á bænum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2023 21:01 Helga Björg berst við stjórnkerfið vegna nýrrar kennitölu sem þarf að setja á búið eftir fráfall manns hennar í vinnuslysi í mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekkja með þrjú lítil börn, sem missti manninn sinn snemma í vor í vinnuslysi á bæ þeirra hjóna í Rangárvallasýslu er mjög ósátt við það hvernig stjórnkerfið sækir á hana með allskonar leyfum og rukkunum eftir að maður hennar dó því búið var á hans kennitölu. Hjónin voru búin að vera í tíu ár í kúabúskap þegar maðurinn dó og rétt áður brunnu kindurnar þeirra inni í eldsvoða á bænum. Helga Björg Helgadóttir er kúabóndi með 45 kýr á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu með þrjú lítil börn, tveggja ára, níu ára og ellefu ára. 17. mars síðastliðinn dó Guðjón Björnsson, maður hennar í vinnuslysi á bænum aðeins 40 ára gamall. Áður höfðu þau misst allar kindurnar sínar í bruna á bænum. Helga Björg skrifaði í vikunni pistil á síðu kúabænda á Facebook þar sem hún sagði frá því hvernig kerfið eins og hún kallar það sé sífellt að ráðast á hana á sama tíma og hún og fjölskyldan syrgja Guðjón heitinn. Guðjón heitinn með börn þeirra Helgu en þau eru í dag tveggja ára, níu ára og ellefu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Búið okkar var skráð á hans kennitölu en þá þurfti ég að skipta um kennitölu, gat ekki notað hans áfram og setja á mína kennitölu og þarf þá að fara að færa öll okkar viðskipti yfir á mig. Í flestum tilfellum var það ekkert mál, bara eitt símtal og því var reddað. Svo heyri ég í Auðhumlu, þar sem ég legg mjólkina inn hjá og þeir eru með eitthvað flóknara regluverk en aðrir og ég þarf að sækja um eins og ég sé nýr innleggjandi þó að ég sé búin að vera í búskap með manninum mínum í 10 ár,” segir Helga Björg. Hún þurfti þá að fylla út nýja umsókn til Auðhumlu og láta Matvælastofnun vita svo hún gæti fengið nýtt mjólkursöluleyfi og þar með nýtt innleggsnúmer með tilheyrandi kostnaði. „Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu, það er bara þannig,” segir Helga Björg meðal annars í viðtalinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá hélt ég að ég gæti bara hringt í þá og þeir myndu bara senda mér nýtt mjólkursöluleyfi því ég var með mjólkursöluleyfi fyrir. En það var ekki þannig. Þá þurfti ég að fá starfsmann frá þeim til að koma og taka út búið hjá mér bara eins og ég væri ný byrjuð. Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu. Það er bara þannig,” segir Helga og bætir við: „Regluverkið er bara svo ferkantað að það gerir bara ekki ráð fyrir að þú getir dáið, það er engin sveigjanleiki.” Útför Guðjóns fór fram frá Selfosskirkju 4. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Björg segist hafa fengið mjög mikil viðbrögð við pistli sínum á síðu kúabænda. Þar svarar framkvæmdastjóri Auðhumlu henni meðal annars þar sem kemur fram að fyrirtækið megi ekki skrá nýjan innleggjanda í sínar bækur nema viðkomandi hafi gilt mjólkursöluleyfi frá Matvælastofnun. „Ég vona bara að þetta hreyfi við einhverju, að einhverjum reglum verði breytt. Ég vona náttúrulega innilega að enginn lendi í því sama og ég að missa maka sinn á svona hræðilegan hátt,” segir Helga Björg. Ásahreppur Landbúnaður Vinnuslys Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24 Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Helga Björg Helgadóttir er kúabóndi með 45 kýr á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu með þrjú lítil börn, tveggja ára, níu ára og ellefu ára. 17. mars síðastliðinn dó Guðjón Björnsson, maður hennar í vinnuslysi á bænum aðeins 40 ára gamall. Áður höfðu þau misst allar kindurnar sínar í bruna á bænum. Helga Björg skrifaði í vikunni pistil á síðu kúabænda á Facebook þar sem hún sagði frá því hvernig kerfið eins og hún kallar það sé sífellt að ráðast á hana á sama tíma og hún og fjölskyldan syrgja Guðjón heitinn. Guðjón heitinn með börn þeirra Helgu en þau eru í dag tveggja ára, níu ára og ellefu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Búið okkar var skráð á hans kennitölu en þá þurfti ég að skipta um kennitölu, gat ekki notað hans áfram og setja á mína kennitölu og þarf þá að fara að færa öll okkar viðskipti yfir á mig. Í flestum tilfellum var það ekkert mál, bara eitt símtal og því var reddað. Svo heyri ég í Auðhumlu, þar sem ég legg mjólkina inn hjá og þeir eru með eitthvað flóknara regluverk en aðrir og ég þarf að sækja um eins og ég sé nýr innleggjandi þó að ég sé búin að vera í búskap með manninum mínum í 10 ár,” segir Helga Björg. Hún þurfti þá að fylla út nýja umsókn til Auðhumlu og láta Matvælastofnun vita svo hún gæti fengið nýtt mjólkursöluleyfi og þar með nýtt innleggsnúmer með tilheyrandi kostnaði. „Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu, það er bara þannig,” segir Helga Björg meðal annars í viðtalinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá hélt ég að ég gæti bara hringt í þá og þeir myndu bara senda mér nýtt mjólkursöluleyfi því ég var með mjólkursöluleyfi fyrir. En það var ekki þannig. Þá þurfti ég að fá starfsmann frá þeim til að koma og taka út búið hjá mér bara eins og ég væri ný byrjuð. Þegar þú ert í þessum sporum eins og ég, búin að missa manninn þinn, ert í sorg, ert með þrjú börn í sorg, þá hefur þú ekki tíma fyrir svona vitleysu. Það er bara þannig,” segir Helga og bætir við: „Regluverkið er bara svo ferkantað að það gerir bara ekki ráð fyrir að þú getir dáið, það er engin sveigjanleiki.” Útför Guðjóns fór fram frá Selfosskirkju 4. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helga Björg segist hafa fengið mjög mikil viðbrögð við pistli sínum á síðu kúabænda. Þar svarar framkvæmdastjóri Auðhumlu henni meðal annars þar sem kemur fram að fyrirtækið megi ekki skrá nýjan innleggjanda í sínar bækur nema viðkomandi hafi gilt mjólkursöluleyfi frá Matvælastofnun. „Ég vona bara að þetta hreyfi við einhverju, að einhverjum reglum verði breytt. Ég vona náttúrulega innilega að enginn lendi í því sama og ég að missa maka sinn á svona hræðilegan hátt,” segir Helga Björg.
Ásahreppur Landbúnaður Vinnuslys Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24 Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20. mars 2023 15:24
Klemmdist og lést í vinnuslysi Karlmaður lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi á föstudag. 19. mars 2023 13:32
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent